Vöknuðu upp við martröð

„Það er bú­ið að taka frá hon­um ör­yggi og traust,“ seg­ir móð­ir tíu ára drengs sem lýsti al­var­leg­um at­vik­um þeg­ar mað­ur braust inn á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Hafnar­firði. For­eldr­ar drengs­ins segja frá átak­an­legri nótt sem hef­ur mark­að líf þeirra síð­an, í von um að saga þeirra hjálpi öðr­um sem upp­lifa al­var­leg áföll.

Vöknuðu upp við martröð
Martröð Foreldrar drengsins héldu að hann hefði fengið martröð þegar hann sagði þeim frá manni inni í herbergi sínu. Mynd: Golli

„Maður setur barnið sitt í rúmið á kvöldin, kyssir það góða nótt, breiðir betur yfir það og svo fer maður að sofa. Maður hefur trú á því að það sé í öruggasta rými sem til er,“ segir móðir tíu ára drengs. En aðfaranótt sunnudagsins 14. september braust maður inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði, fór inn í herbergi drengsins og framdi þar meint alvarlegt kynferðisbrot gegn honum. 

„Barnið er í herberginu sínu sem maður er búinn að gera eins notalegt og hægt er, í rúminu sínu og við erum heima í næsta herbergi. Maður getur ekki ímyndað sér að það sé eitthvað sem muni skaða á þessum tímapunkti. Og ef að það gat gerst þá upplifir maður ógn alls staðar,“ segir hún. 

Lögreglan rannsakar nú alvarlegt kynferðisofbeldi sem manninum er gefið að sök að hafa framið gegn drengnum þessa nótt. Maðurinn var settur í þriggja daga gæsluvarðhald í kjölfar atviksins …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár