Mannfjöldaspá boðar mikla fjölgun aðfluttra Íslendinga

Ís­lend­ing­ar verða orðn­ir hálf millj­ón ár­ið 2042, sam­kvæmt spá Hag­stof­unn­ar. Þar af fjölg­ar að­flutt­um um 85 þús­und en fæð­ing­ar­tíðni lækk­ar. Karl­mönn­um fjölg­ar hlut­falls­lega.

Mannfjöldaspá boðar mikla fjölgun aðfluttra Íslendinga
Mannfjöldanum viðhaldið Í lágri fæðingartíðni getur fólksfjölgun verið viðhaldið með aðfluttu fólki frá öðrum löndum. Mynd: Golli

Á dögunum greindi Hagstofan frá því að samkvæmt nýrri spá yrðu Íslendingar orðnir hálf milljón innan 16 ára, en þeir eru nú um 392 þúsund. Þessari fjölgun er spáð þrátt fyrir að fæðingartíðni hafi fallið hratt síðustu ár á Íslandi.

Íslendingar, sem fyrir fáum árum skáru sig úr flestum Vesturlöndum með hærri fæðingartíðni, eru komnir niður í 1,56 börn á lífaldur hverrar konu. Til þess að viðhalda mannfjöldanum þurfa að fæðast 2,1 barn á hverja konu. Þannig var það til ársins 2012, þegar fæðingartíðni á Íslandi tók að falla ört.

Munurinn liggur í því að lífaldur lengist og að Hagstofan tekur inn í spálíkan sitt að samtals 85.100 manns flytji til Íslands, umfram þau sem flytja frá Íslandi, til ársins 2042. Það er meira en allir aðfluttir umfram brottflutta árin 1986 til 2024, sem voru 61 þúsund.

Spáin boðar að á næsta ári muni 5.400 manns flytja til landsins umfram …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár