„Það er erfitt að hætta þessu en þetta er líka dýrt sport,“ segir sautján ára gamall menntaskólanemi sem ánetjaðist nikótínpúðum á síðasta ári.
Hann er í hópi þúsunda ungmenna sem hafa á undanförnum árum byrjað að nota nikótínpúða á Íslandi. Vel rúmlega þriðjungur ungra karla nota nikótín og stór hluti ungra kvenna gera það líka. Nikótínpúðaiðnaðurinn á Íslandi veltir enda milljörðum króna á hverju ári. Svo virðist raunar vera að erfitt sé að tapa á því að flytja inn og selja Íslendingum nikótín. Vörurnar eru enda mjög ávanabindandi.
Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa miklar áhyggjur af notkun nikótínpúða, þar á meðal á Íslandi. Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um áhrif nikótíns þegar þess er neytt án tóbaks á heilsu og líkama fólks. Vísbendingar eru þó um að það hafi áhrif á ungt fólk, sem á Íslandi er langstærsti notenda hópurinn.
Heildarhagnaður helstu verslana sem selja nikótínpúða og tengdar …

























Athugasemdir