Nikótínfíknir Íslendingar kaupa púða fyrir milljarða

Sann­kall­að gullæði hef­ur grip­ið um sig í sölu nikó­tín­púða til Ís­lend­inga. Var­an er enda mjög ávana­bind­andi. „Ég próf­aði þetta einu sinni og svo var erfitt að hætta þessu,“ seg­ir mennta­skóla­nemi sem hef­ur ekki náð 18 ára aldri. Púð­ar sem fram­leidd­ir eru á Ís­landi eru orðn­ir að út­flutn­ings­vöru.

„Það er erfitt að hætta þessu en þetta er líka dýrt sport,“ segir sautján ára gamall menntaskólanemi sem ánetjaðist nikótínpúðum á síðasta ári. 

Hann er í hópi þúsunda ungmenna sem hafa á undanförnum árum byrjað að nota nikótínpúða á Íslandi. Vel rúmlega þriðjungur ungra karla nota nikótín og stór hluti ungra kvenna gera það líka. Nikótínpúðaiðnaðurinn á Íslandi veltir enda milljörðum króna á hverju ári. Svo virðist raunar vera að erfitt sé að tapa á því að flytja inn og selja Íslendingum nikótín. Vörurnar eru enda mjög ávanabindandi. 

Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa miklar áhyggjur af notkun nikótínpúða, þar á meðal á Íslandi. Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um áhrif nikótíns þegar þess er neytt án tóbaks á heilsu og líkama fólks. Vísbendingar eru þó um að það hafi áhrif á ungt fólk, sem á Íslandi er langstærsti notenda hópurinn. 

Heildarhagnaður helstu verslana sem selja nikótínpúða og tengdar …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu