Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Í ljósi sögunnar hefði það ekki átt að koma á óvart að Covid-19 faraldurinn myndi valda langtímaveikindum hjá sumum einstaklingum. Veirufaraldrar munu halda áfram að herja á mannkynið og því brýnt að við lærum af reynslunni, eflum þekkingu og meðferðarrúræði og verðum betur undirbúin þegar næsti faraldur kemur.

ME-sjúkdómurinn, eða myalgic encephalomyelitis, kemur oftast í kjölfar sýkinga, hann getur komið í faröldrum, eins og í Akureyrarveikinni um miðja síðustu öld og nú með Covid-19, en einnig eftir algengar sýkingar sem eru stöðugt til staðar í samfélaginu, meðal annars einkirningasótt. Ekki er vitað hvað veldur því að sumir einstaklingar ná sér ekki að fullu eftir slíkar sýkingar og sitja uppi með langvarandi einkenni eins og langtíma Covid og ME-sjúkdóminn en hann er alvarlegasta birtingarmyndin af þessum langvinnum eftirköstum sýkinga.

Aukinn skilningur eftir faraldurinn 

Með langvinnu Covid og stofnun Akureyrarklíníkurinnar árið 2024 hefur eðli ME og áhrif sjúkdómsins á líf fólks verið …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

ME-faraldur

Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár