Áður en við höldum lengra skulum við fara aðeins í gegnum það hvernig á að bera fram nafn þorpsins Ittoqqortoormiit sem þýðir á austur-grænlenskri mállýsku „staðurinn með stóru húsunum“ –IIttok-kor-tor-mit. Þið getið æft ykkur að segja þetta nokkrum sinnum og þá eruð þið búin að ná þessu nafni sem margir eiga erfitt með í byrjun og ég var einn af þeim og nýtti mér styttinguna Itto sem er svona svipað og ef útlendingar hefðu notað Æja sem styttingu fyrir Eyjafjallajökulsgosið.
Frá því í æsku hefur mig langað til Grænlands. Ég var 9 eða 10 ára þegar pabba langaði að taka mig með í hópferð á vegum Oddfellow til Grænlands. Mamma vildi ekki að ég færi – sagði að ég mætti ekki missa úr skóla. Ég sat því eftir heima með sárt ennið. Pabbi tók mikið af ljósmyndum í ferðinni, sagði mér ferðasöguna og færði mér grjót frá Grænlandi sem ég …



























Athugasemdir