Til Grænlands á gamalli eikarskútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
Áhöfnin á Hildi Fremri röð: Lucia leiðsögumaður, Jóhannes háseti. Aftari röð: Filip skipstjóri, Benedikt stýrimaður og Jónas kokkur. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Áður en við höldum lengra skulum við fara aðeins í gegnum það hvernig á að bera fram nafn þorpsins Ittoqqortoormiit sem þýðir á austur-grænlenskri mállýsku „staðurinn með stóru húsunum“ –IIttok-kor-tor-mit. Þið getið æft ykkur að segja þetta nokkrum sinnum og þá eruð þið búin að ná þessu nafni sem margir eiga erfitt með í byrjun og ég var einn af þeim og nýtti mér styttinguna Itto sem er svona svipað og ef útlendingar hefðu notað Æja sem styttingu fyrir Eyjafjallajökulsgosið. 

Frá því í æsku hefur mig langað til Grænlands. Ég var 9 eða 10 ára þegar pabba langaði að taka mig með í hópferð á vegum Oddfellow til Grænlands. Mamma vildi ekki að ég færi – sagði að ég mætti ekki missa úr skóla. Ég sat því eftir heima með sárt ennið.  Pabbi tók mikið af ljósmyndum í ferðinni, sagði mér ferðasöguna og færði mér grjót frá Grænlandi sem ég …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár