Það er sólskin og sumarblár himinn. Ég sit í aftursætinu á troðfullum, gömlum Land Cruiser sem hossast um á grófum malarvegi inn að jökulsporði Breiðamerkurjökuls. Út um framrúðuna sé ég áfangastaðinn. Tignarleg, blá og fjarskafalleg fjöll – eða raunar jökulsker. Tindar sem stinga sér upp úr Vatnajökulsísnum eins og kollar að koma upp úr kafi. Þetta eru hin einstöku Esjufjöll.
Þau virðast ekki svo fjarlæg þegar jeppanum er lagt í jökulgarðinum. En það er samt sem áður nokkurn veginn heill skriðjökull sem þarf að þvera til að komast að þeim. Og skriðjöklar hafa aldrei verið þekktir fyrir að leyfa þeim sem um þá ferðast að æða beint af augum. Fremur fyrir ævintýri og áskoranir. Fyrir bláar sprungur sem teygja sig út jökuldalina, drullug og oddhvöss jökuldrýli, ár sem flæða og ferðast sikk-sakk eins og snákar og djúpa svelgi þar sem vatnið fossast síðan niður, djúpt inn í iðrar jökulsins þar …


























Athugasemdir