Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“

„Eins undarlegt og það kann að virðast þá eru flest allar minningar mínar um mömmu góðar,“ segir Kolbeinn Þorsteinsson, sem var að gefa frá sér bókina Mamma og ég, þar sem segir frá lífinu þar til móðir hans lést þegar hann var níu ára gamall, en hún hafði lengi barist við óreglu og þá djöfla sem fylgdu fíkninni. Bókin er tileinkuð alsystkinum hans, en hann er næstyngstur þeirra fimm. Hálfsystkini eru síðan þrjú, eldri og yngri. Bókin er einnig tileinkuð móður hans, sem hann minnist með hlýhug. „Þetta eru ekkert endilega merkilegar minningar, en þetta  eru minningar sem ég á og þær eru meira og minna allar góðar. Hún var mamma mín og mamma okkar systkinanna. Þar sem hún var fannst mér gott að vera. Hjá henni vildi ég vera.“

Nema einu sinni. Móðir þeirra var undir eftirliti barnaverndaryfirvalda og leitaði skjóls með börnin í vandamönnum í Dalsmynni. Óróinn í …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár