Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
Þurfa verkfæri „Það eru aðstandendur sem geta kannski stutt mest við – en þeir þurfa þá að fá verkfærin,“ segir Gísella. Mynd: Golli

Gísella Hannesdóttir er eldri systir 17 ára stúlku sem hefur glímt við sjálfsskaða og sjálfsvígshegðun undanfarið eitt og hálft ár.  „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir mína andlegu heilsu og hefur haft mikil áhrif á mig,“ segir Gísella, sem er aðeins 22 ára, en hún fékk taugaáfall og fór í svokallaða kulnun í lífinu í ágúst í kjölfar síðustu sjálfsvígstilraunar systur sinnar.

Hún upplifir að aðstandendur einstaklinga með geðræn veikindi séu skildir eftir í heilbrigðiskerfinu. „Það er svo fáránlegt því að aðstandendur eru inni í aðstæðunum allan tímann,“ útskýrir hún og segir: „Það eru aðstandendur sem geta kannski stutt mest við – en þeir þurfa þá að fá verkfærin.“     

Rannsóknir hafa sýnt fram á að alvarleg geðræn veikindi hafi ekki einungis áhrif á sjúklinginn sjálfan heldur hafi mikil áhrif á aðstandendur þeirra. Fjölskyldumeðlimir búa sjálfir við verri líkamlega heilsu en almennt gengur og gerist og leita oftar eftir læknisaðstoð en önnur. Meðal einkenna sem fjölskyldumeðlimir upplifa eru svefnleysi, höfuðverkir og gífurleg þreyta. Þá eru fjölskyldumeðlimir oft í umönnunarhlutverki en slíku fylgir mikið andlegt álag. 

Aðstandendur útsettirAðstandendur eins og Gísella upplifa mörg heilsubresti vegna álags sem fylgir því að eiga alvarlega andlega veika ástvini.

Músíkalskar og nánar systur

„Við eigum rosa náið samband og það hefur alltaf verið þannig,“ segir Gísella um samband sitt við Huldu Guðbjörgu, yngri systur sína. „Ég er mjög náin fjölskyldu minni og mér þykir vænt um fólkið mitt. Þannig að maður er alltaf að reyna að passa upp á það.“

Systurnar eru bestu vinkonur og á milli þeirra er strengur vegna sameiginlegs áhuga þeirra á tónlist. Gísella spilar á píanó og stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og Hulda stundar fiðlunám við Tónlistarskóla Kópavogs og er í ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Hún er mjög töff fiðluleikari. Hún getur spilað hvað sem er eftir eyranu,“ lýsir Gísella af aðdáun og heldur áfram: „Það er mjög gaman að spila saman.“ 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gangi þeim sem allra best, andleg veikindi eru ekkert grín.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár