Ys og þys á Alþingi við Austurvöll

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag var 157. lög­gjaf­ar­þing Ís­lend­inga sett á Al­þingi. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk leyfi til fylgj­ast með því sem fram fór og skrá­setja í mynda­frá­sögn.

Ys og þys á Alþingi við Austurvöll
Allt í blóma Alþingishúsið og Dómkirkjan eru sett í sparifötin fyrir þingsetningu. Fallegar blómaskreytingar bornar í hús. Mynd: Golli
AfgirtStarfsmenn Reykjavíkurborgar koma fyrir girðingu til að halda áhorfendum og mótmælendum frá.
ÆfingDaginn fyrir þingsetningu setur Sif Gunnarsdóttir forsetaritari sig í spor, eða í þessu tilviki sæti, yfirmanns síns og æfir komandi athöfn með Heiðrúnu Pálsdóttur, viðburðastjóra Alþingis, og fleirum.
TengtÞegar Alþingishúsið var reist 1880–1881 var augljóslega ekki gert ráð fyrir beinum sjónvarpsútsendingum og öllu því snúrufargani sem slíku fylgir. Starfsmenn RÚV draga útsendingarkapla í gegnum glugga á annarri hæð.
SprengjuleitFyrir athöfn í Dómkirkjunni kemba sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra kirkjuna og Alþingishúsið og leita af sér allan grun um að einhver hafi komið þar fyrir sprengju.
Spikk og spanTheresa Mba Nfono leggur lokahönd á þrif fyrir þingsetningu, en hún er hluti af níu manna ræstiteymi Alþingis.
Biskup og presturGuðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hempuklæðast í Kjarvalsskreyttu fundarherbergi Alþingis. …
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár