
AfgirtStarfsmenn Reykjavíkurborgar koma fyrir girðingu til að halda áhorfendum og mótmælendum frá.
Mynd: Golli

ÆfingDaginn fyrir þingsetningu setur Sif Gunnarsdóttir forsetaritari sig í spor, eða í þessu tilviki sæti, yfirmanns síns og æfir komandi athöfn með Heiðrúnu Pálsdóttur, viðburðastjóra Alþingis, og fleirum.
Mynd: Golli

TengtÞegar Alþingishúsið var reist 1880–1881 var augljóslega ekki gert ráð fyrir beinum sjónvarpsútsendingum og öllu því snúrufargani sem slíku fylgir. Starfsmenn RÚV draga útsendingarkapla í gegnum glugga á annarri hæð.
Mynd: Golli

SprengjuleitFyrir athöfn í Dómkirkjunni kemba sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra kirkjuna og Alþingishúsið og leita af sér allan grun um að einhver hafi komið þar fyrir sprengju.
Mynd: Golli

Spikk og spanTheresa Mba Nfono leggur lokahönd á þrif fyrir þingsetningu, en hún er hluti af níu manna ræstiteymi Alþingis.
Mynd: Golli

Biskup og presturGuðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hempuklæðast í Kjarvalsskreyttu fundarherbergi Alþingis. …
Athugasemdir