Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Reynisfjara: Öryggið og ábyrgðin

„Tími að­gerða er ein­fald­lega runn­inn upp,“ seg­ir Hanna Katrín Frið­riks­son at­vinnu­vega­ráð­herra um ör­ygg­is­mál í ferða­þjón­ust­unni. Land­eig­end­ur í Reyn­is­fjöru telja ör­ygg­is­ráð­staf­an­ir þar vera sam­starfs­verk­efni. Varn­ir voru hert­ar í fjör­unni eft­ir að níu ára göm­ul þýsk stúlka lést þar í byrj­un ág­úst. Sjón­ar­vott­ur seg­ir krafta­verk að ekki fleiri hefðu far­ist þenn­an dag. Ferða­menn halda áfram að streyma nið­ur í fjöru þrátt fyr­ir nýtt lok­un­ar­hlið og leggja ólíkt mat á hætt­una.

Fólk deyr á hverjum degi en þegar þú sérð það með eigin augum breytir það miklu,“ segir Marcial Gomez. Hann er þjónn á Svörtu fjöru, veitingastaðnum í Reynisfjöru, og varð vitni að átakanlegu banaslysi þann 2. ágúst. Þá lést níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi sem sótti þennan vinsæla ferðamannastað ásamt föður sínum og eldri systur.

Gul viðvörun logaði á varúðarskilti í Reynisfjöru þennan daginn. Annað varúðarskilti sem útskýrir hvaða svæði í fjörunni séu örugg út frá hættustigi hafði fokið nokkru áður og nýju skilti hafði ekki verið komið fyrir. Á vefsíðu SafeTravel á vegum Landsbjargar stóð: „Sýnið alltaf aukna varúð á ströndinni, öldurnar eru mjög óútreiknanlegar.“

Samkvæmt mælaborði Ferðamálastofu hafa rúmlega 230 þúsund ferðamenn sótt Reynisfjöru það sem af er liðið ári. Í fyrra var fjaran fjórði vinsælasti áfangastaður landsins með 446 þúsund gesti. Einungis Gullni hringurinn var vinsælli. Þá hafa flest dauðsföll á ferðamannastöðum orðið við Reynisfjöru. Sex …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • bjørg valgeirsdottir skrifaði
    Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, Ég hef ansi oft farið í Disney garðin í UDA og svo flýgur maður ansi oft. Og í flugi, ferjum og Disney þá er altaf annaðhvort öryggisvideo eða flugfreyja/þjónn sem fer yfri öryggi. Ég hef unnið á olíupöllum í Noregi og vitanlega þurfti ég að fara á viku námskeið sem þarf síðan að endurnýja á 4 ára fresti, en þrátt fyrir það þá þarf maður að setjast inn í sýningarsal og horfa á öryggisvideo í hvert skipti sem maður fer upp í þyrluna til að komast á pallinn. Er hugmynd að byggja skála þar sem væri flott öryggisvideo (Íslendingar eru jú snillingar í að búa til flotta svona hluti) og það væru kanski 3 mysmunandi það er grænt, gult eða rautt og það væri bara ekki hægt að komast af bílastæðinu og niður í fjöruna fyrr en fólk væri búið að horfa. Jú kosnaðurinn væri einhver við þetta en þá verður bara að setja upp gjald þar til að reka þetta batteri. Og svo er annað sem ég myndi gera það er að koma upp einhverskonar geysla eða eithvað sem gæti gert rautt strik í fjöruna þegar mikil hætta er og þá bara sér fólk nákvæmlega hversu langt má fara. Maðaur sér á útihátíðum að það eru alskins auglýsinga merki og dót sem er varpað upp í berkkur og á hús og tjöld og hvað sem er, ég get ekki skilið að þetta gæti ekki verið hægt þegar kemur að öryggi. Það er alveg vitað að það eru ekki glannarnir sem stoppa og lesa skilti. það eru þeir sem fara með varúð, en það er kanski meiri möguleiki á að það næðist í glannana ef þeir bókstaflega væru skikkaðir til að horfa á video.
    1
  • Friðrik Erlingsson skrifaði
    Björgunarhringur er gagnslaust verkfæri á þessum stað. Hins vegar gæti gúmmíbátur með utanborðsmótor gagnast betur til björgunar, en það þýðir að einhver sem kann að nota hann þarf að hafa stöðuga viðveru á staðnum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár