Fólk deyr á hverjum degi en þegar þú sérð það með eigin augum breytir það miklu,“ segir Marcial Gomez. Hann er þjónn á Svörtu fjöru, veitingastaðnum í Reynisfjöru, og varð vitni að átakanlegu banaslysi þann 2. ágúst. Þá lést níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi sem sótti þennan vinsæla ferðamannastað ásamt föður sínum og eldri systur.
Gul viðvörun logaði á varúðarskilti í Reynisfjöru þennan daginn. Annað varúðarskilti sem útskýrir hvaða svæði í fjörunni séu örugg út frá hættustigi hafði fokið nokkru áður og nýju skilti hafði ekki verið komið fyrir. Á vefsíðu SafeTravel á vegum Landsbjargar stóð: „Sýnið alltaf aukna varúð á ströndinni, öldurnar eru mjög óútreiknanlegar.“
Samkvæmt mælaborði Ferðamálastofu hafa rúmlega 230 þúsund ferðamenn sótt Reynisfjöru það sem af er liðið ári. Í fyrra var fjaran fjórði vinsælasti áfangastaður landsins með 446 þúsund gesti. Einungis Gullni hringurinn var vinsælli. Þá hafa flest dauðsföll á ferðamannastöðum orðið við Reynisfjöru. Sex …
Athugasemdir