Reynisfjara: Öryggið og ábyrgðin

„Tími að­gerða er ein­fald­lega runn­inn upp,“ seg­ir Hanna Katrín Frið­riks­son at­vinnu­vega­ráð­herra um ör­ygg­is­mál í ferða­þjón­ust­unni. Land­eig­end­ur í Reyn­is­fjöru telja ör­ygg­is­ráð­staf­an­ir þar vera sam­starfs­verk­efni. Varn­ir voru hert­ar í fjör­unni eft­ir að níu ára göm­ul þýsk stúlka lést þar í byrj­un ág­úst. Sjón­ar­vott­ur seg­ir krafta­verk að ekki fleiri hefðu far­ist þenn­an dag. Ferða­menn halda áfram að streyma nið­ur í fjöru þrátt fyr­ir nýtt lok­un­ar­hlið og leggja ólíkt mat á hætt­una.

Fólk deyr á hverjum degi en þegar þú sérð það með eigin augum breytir það miklu,“ segir Marcial Gomez. Hann er þjónn á Svörtu fjöru, veitingastaðnum í Reynisfjöru, og varð vitni að átakanlegu banaslysi þann 2. ágúst. Þá lést níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi sem sótti þennan vinsæla ferðamannastað ásamt föður sínum og eldri systur.

Gul viðvörun logaði á varúðarskilti í Reynisfjöru þennan daginn. Annað varúðarskilti sem útskýrir hvaða svæði í fjörunni séu örugg út frá hættustigi hafði fokið nokkru áður og nýju skilti hafði ekki verið komið fyrir. Á vefsíðu SafeTravel á vegum Landsbjargar stóð: „Sýnið alltaf aukna varúð á ströndinni, öldurnar eru mjög óútreiknanlegar.“

Samkvæmt mælaborði Ferðamálastofu hafa rúmlega 230 þúsund ferðamenn sótt Reynisfjöru það sem af er liðið ári. Í fyrra var fjaran fjórði vinsælasti áfangastaður landsins með 446 þúsund gesti. Einungis Gullni hringurinn var vinsælli. Þá hafa flest dauðsföll á ferðamannastöðum orðið við Reynisfjöru. Sex …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár