Óttuðust á hverjum degi að hann yrði tekinn
Brosmildur strákur Oscar lifði í mikilli óvissu sem barn á flótta en er nú orðinn íslenskur ríkisborgari og órjúfanlegur hluti af hafnfirskri fjölskyldu. Mynd: Golli

Óttuðust á hverjum degi að hann yrði tekinn

Svavar Jó­hanns­son og Sonja Magnús­dótt­ir segja að Oscar Andreas Boga­negra Flor­ez verði al­inn upp al­veg eins og hin börn­in þeirra. Oscar hlaut rík­is­borg­ara­rétt í júlí eft­ir langa bar­áttu. Heim­ild­in fékk að skyggn­ast inn í líf fjöl­skyld­unn­ar sem hef­ur lít­ið lát­ið fyr­ir sér fara eft­ir mikla um­ræðu í þjóð­fé­lag­inu í vor.

Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir kynntust Oscari Andreas Boganegra Florez fyrst árið 2023 en þá var hann skólafélagi yngri barna þeirra hjóna. „Hann byrjaði að venja komur sínar hérna á heimilið og var fljótlega orðinn daglegur gestur,“ segir Sonja. Hjónin hrifust strax af drengnum sem er vinamargur, vel liðinn og brosmildur. 

Þau vissu þá þegar að hann væri barn á flótta sem væri hér á landi með föður sínum. „En fljótlega fór okkur að gruna að eitthvað væri að,“ segir Sonja um samskipti þeirra feðga. „Hann sótti mikið í að vera hérna. Hann fékk oft að leggja sig og svaf rosa mikið og þá fór mig að gruna að hann væri ekkert að sofa á næturnar.“ Svavar bætir við: „Hann var hérna allan daginn eftir skóla og vildi fara sem seinast heim á kvöldin.“ 

FjölskyldusameiningOscar byrjaði að venja komur sínar á heimilið og var fljótlega orðinn daglegur gestur. Hjónin …
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðrún Ingimundardottir skrifaði
    Þið gerið mig stolta. Takk kæra fjölskylda og allir sem reru í sömu átt og þið
    1
  • Margrét Andrésdóttir skrifaði
    Flott grein og mættu taka fleiri börn inn
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár