Babb í bátinn: Hagnaður fluttur frá veiðum í vinnslu

Síð­ustu ár hef­ur 49 millj­arða króna hagn­að­ur flust frá fisk­veið­um, sem bera veiði­gjald, yf­ir til fisk­vinnsl­unn­ar.

Babb í bátinn: Hagnaður fluttur frá veiðum í vinnslu
Hagnaður í vinnslu Helstu forkólfar sjávarútvegsins á Íslandi. Hér Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og Þorsteinn Már Baldvinsson, einn stofnenda og fyrrverandi forstjóri Samherja. Mynd: Heimildin

Sú breyting hefur orðið á síðustu árum að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hagnast ríflega tvöfalt meira á fiskvinnslu heldur en á fiskveiðum. Samhliða tilflutningi á hagnaði úr veiðum í vinnslu minnka greidd veiðigjöld útgerðarinnar í ríkissjóð. 

Um þetta snýst meðal annars veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem fluttar hafa verið tæplega þúsund ræður um á Alþingi, þar sem met hefur verið slegið í umræðum á löggjafarþinginu. 

Í fylgd með peningunum

Árin 2008 til 2016 hagnaðist sjávarútvegurinn um 402 milljarða króna, að frádreginni svokallaðri árgreiðslu, sem er 6 prósent metinn fjármagnskostnaður. Af þessum 402 milljörðum króna var 54 prósent af hagnaðinum í fiskvinnslu en 46 prósent í fiskveiðunum. Vegna þess að fiskveiðar og -vinnsla eiga sér gjarnan stað innan sömu fyrirtækja, eða tengdra aðila, á Íslandi, ólíkt til dæmis Noregi, þarf Hagstofan að gera sérstaka rannsókn á útgerðarfélögum. 

„Þá höfum við gert sérstaka rannsókn meðal fyrirtækja sem eru bæði í veiðum og vinnslu og óskað eftir rekstrarupplýsingum um útgerðina annars vegar og vinnsluna hins vegar,“ segir Magnús Kári Bergmann, deildarstjóri efnahagsmála hjá Hagstofunni. „Hvernig sá hagnaður skiptist veltur á því hvernig verðlagning afla er háttað í innri viðskiptum.“

Afkoman af fiskveiðunum einum og sér, að frádregnum kostnaði, er síðan grunnurinn fyrir 33 prósent greiðslu veiðigjalds fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og til greiðslu kostnaðar vegna eftirlits og rannsókna. 

Þróun hagnaðarHagnaður umfram vænta ávöxtun og fjármagnskostnað hefur farið vaxandi, en bilið milli fiskveiða og fiskvinnslu breikkað frá því sem var fyrir lög um veiðigjöld 2018.

Tilflutningur á 49 milljörðum

BreytinginEftir að ný lög um veiðigjöld voru samþykkt 2018 fluttist stór hluti af hagnaði sjávarútvegsins frá fiskveiðum yfir í fiskvinnslu. Hér birt sem hlutfall fiskvinnslu af hagnaði sjávarútvegs. Heimild: Hagstofa Íslands.

Fyrir nokkrum árum urðu síðan umskipti, sem fólust í því að hagnaður færðist í vaxandi mæli frá fiskveiðihlutanum yfir í fiskvinnsluhluta útgerðarfélaga. Þannig fór hlutdeild fiskvinnslunnar af hagnaði sjávarútvegsins úr 54 prósent upp í 68 prósent árin 2017 til 2023, miðað við árin 2008 til 2016. Þannig hafa síðustu sjö ár, sem gögn eru til um, fiskveiðar aðeins getið af sér 32 prósent af hagnaði sjávarútvegsins alls, niður úr 46 prósent áratuginn áður.

Á fyrrgreindum sjö árum högnuðust eigendur sjávarútvegsins samtals um 114 milljarða króna með fiskveiðum, en um 236 milljarða króna af fiskvinnslu. Ef hlutfall skiptingar hagnaðar milli fiskveiða og -vinnslu hefði verið eins og árin 2008 til 2016 hefði 49 milljarðar króna af hagnaði flust frá fiskvinnslu yfir í fiskveiðar, sem bæri þá veiðigjald og eru stofn til að reikna laun sjómanna. 

Freistnivandi

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), svaraði ekki fyrirspurn um málið sem send var 20. júní. 

Hvorki Heiðrún né Benedikt Sigurðsson, upplýsingafulltrúi SFS, svöruðu fyrirspurn í kjölfarið um hvort fyrirspurninni yrði svarað.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Írskir sjómenn óttast innrás íslenskra skipa í írska landhelgi
FréttirSjávarútvegur

Írsk­ir sjó­menn ótt­ast inn­rás ís­lenskra skipa í írska land­helgi

Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir vera í við­ræð­um við Evr­ópu­sam­band­ið um leyfi til að veiða mak­ríl og kol­muna í lög­sögu Ír­lands. Mik­il ólga er hjá írsk­um út­gerð­ar­mönn­um vegna þessa sem kæra sig ekk­ert um ís­lenska inn­rás og telja Evr­ópu­sam­band­ið nýta írsk­ar auð­lind­ir sem skipti­mynt fyr­ir önn­ur að­ild­ar­ríki.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár