Snemma að morgni laugardagsins 22. mars fékk Gerður Ósk Hjaltadóttir símtal frá lögreglunni: „Ert þú móðir Hjalta?“ Þar var henni sagt að föt, taska og sími sonar hennar hefðu fundist á bekk við Kirkjusand. Sonur hennar, Hjalti Snær Árnason, var vistaður á Laugarásnum í Reykjavík, sérhæfðri deild á vegum Landspítalans fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi, en fjölskyldan er búsett á Akureyri.
Klukkan var átta þegar Gerður fékk símtalið frá lögreglunni en hún var hvött til að halda ró sinni. Hún hringdi í kjölfarið á Laugarás þar sem hún fékk þau svör að Hjalti hefði farið út í göngutúr um klukkan sex og að hann hafi sagst vera væntanlegur aftur um hádegið. Það var ekkert óvenjulegt að Hjalti nyti þess að fara í langa göngutúra, það vissi Gerður, og starfsfólk Laugaráss hvatti hana líka til að bíða bara róleg: „Þau sögðu: Hann kemur. Ég ákvað að ég þyrfti bara …
Athugasemdir