Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

John Bolton um Ísland: Ekki láta Trump taka eftir ykkur

Fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráð­gjafi Don­alds Trump var­ar Ís­land við að vekja at­hygli hans. Hann seg­ir að Ís­land eigi að und­ir­búa sig vel áð­ur en það birt­ist á radar­skjá Trumps – og helst að láta hann eiga heið­ur­inn af öllu.

<span>John Bolton um Ísland:</span> Ekki láta Trump taka eftir ykkur

Best er fyrir Ísland að Donald Trump Bandaríkjaforseti komist ekki að því hversu lítið af fjármunum Ísland leggur til varnarmála – hvað þá að hér skuli ekki vera her. Þetta segir John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps frá fyrra kjörtímabili hans, í samtali við Heimildina. 

„Ég er svolítið áhyggjufullur yfir að einn daginn muni hann uppgötva að Ísland hafi ekki her og þar af leiðandi sé framlag Íslands til hernaðarútgjalda um 0,0 prósent af landsframleiðslu,“ segir hann. 

Heimildin ræddi við Bolton í tengslum við áherslu Trumps á norðurslóðir, áhuga hans á að eignast Grænland og hvaða áhrif það gæti haft á Ísland. 

Bolton hefur gegnt ýmsum embættum í bandarískri stjórnsýslu. Hann hefur starfað fyrir fjóra Bandaríkjaforseta – sem allir voru Repúblikanar – frá Ronald Reagan til Donalds Trump. Hann var meðal annars sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum í valdatíð George W. Bush frá 2005 til 2006 og sem þjóðaröryggisráðgjafi fyrir Donald …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Ansi hrædd um að íslenskir pólitíkusar myndu verða upp með sér af athyglinni, reyna að búa til "show" í smá tíma (og meiri athygli) og enda svo í hjónabandi ...auðvitað....blautur draumur íslendinga verður loks að raunveruleika
    0
  • Tjörvi Schiöth skrifaði
    Hvers vegna er Heimildin að taka viðtal við erki-neocon John Bolton? Sem talaði ákaft fyrir Íraksstríðinu og vildi einnig fara í stríð við Íran. Er samhljómur þarna?
    0
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Er ekki gagnlegt að vita hvernig þetta fólk hugsar? Sem ábending til ritstjórnar hefði auðvitað mátt gefa okkur lesendum einhverjar bakgrunnsupplýsingar um þennan mann. Ekki vissi ég neitt um hann nema að hafa heyrt nafn hans áður.
      3
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Advise no. 1: listen to neither Trump nor Bolton!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár