Kátt í höllinni

Al­þjóð­leg bók­mennta­há­tíð í Reykja­vík var sett mið­viku­dag­inn 23. apríl síð­ast­lið­inn í Safna­hús­inu. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri há­tíð­ar­inn­ar, bauð gesti og gang­andi vel­komna. Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar, héldu ræð­ur við til­efn­ið, sem og einn upp­hafs­manna há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 40 ár­um, Knut Ødegård.

Kátt í höllinni

Ráðherra menningar ávarpaði gesti.

Ljóðskáldið stígur í pontuKnut Ødegård var forstjóri Norræna hússins um árabil og einn af stofnendum Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt Thor Vilhjálmssyni og Einari Braga.

SkálaðLogi og Heiða spjalla við Einar Kárason rithöfund sem sat lengi í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík.

Flutt var frumsamið tónlistaratriði á setningu hátíðarinnar. Finnur Karlsson samdi tónverk við ljóð Kuluk Helms. Björg Brjánsdóttir lék undir við söng Þórgunnar Önnu Örnólfsdóttur.

Barsvarið gleðurEftir setningu hátíðarinnar var haldið til Sölku bókabúðar þar sem gestir tóku þátt í Barsvari.
Hélt uppi fjörinuKamilla Einarsdóttir rithöfundur hélt utan um bókmennta-barsvarið fyrir gesti og gangandi með sínum einstaka hætti.
VinningshafarÞau Stefán Ingvar Vigfússon, Hólmfríður María Bjarnardóttir og Guðjón Teitur Sigurjónsson báru sigur úr bítum á Barsvarinu.

Thor Vilhjálmsson Thor Vilhjálmsson heitinn var frá upphafi ötull í starfi Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík. Hér er hann í pontu á hátíðinni – vafalaust að tala um bókmenntir heimsins.

Salman Rushdie horfir á Karíus og BaktusÞegar Salman Rushdie kom hingað til lands árið 2024 til að taka á móti bókmenntaverðlaunum kenndum við Halldór Laxness rölti hann aðeins um í Hörpunni og gaf sér tíma til að horfa um stund á æfingu verksins Karíus og Baktus.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bókmenntahátíð 2025

Nösk á að bjóða höfundum áður en þeir fá Nóbelinn
ViðtalBókmenntahátíð 2025

Nösk á að bjóða höf­und­um áð­ur en þeir fá Nó­bel­inn

Al­þjóð­lega bók­mennta­há­tíð­in í Reykja­vík er byrj­uð en hún var­ir til 27. apríl. Há­tíð­in er nú hald­in í sautjánda skipti og á 40 ára af­mæli í ár. Segja má að há­tíð­in sé fyr­ir löngu orð­in skáld­leg saga, út af fyr­ir sig. Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir og Örn­ólf­ur Thors­son segja frá þessu lygi­lega æv­in­týri sem hófst ár­ið 1985.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár