
Ráðherra menningar ávarpaði gesti.
Mynd: Golli

Ljóðskáldið stígur í pontuKnut Ødegård var forstjóri Norræna hússins um árabil og einn af stofnendum Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt Thor Vilhjálmssyni og Einari Braga.
Mynd: Golli

SkálaðLogi og Heiða spjalla við Einar Kárason rithöfund sem sat lengi í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík.
Mynd: Golli

Flutt var frumsamið tónlistaratriði á setningu hátíðarinnar. Finnur Karlsson samdi tónverk við ljóð Kuluk Helms. Björg Brjánsdóttir lék undir við söng Þórgunnar Önnu Örnólfsdóttur.
Mynd: Golli

Barsvarið gleðurEftir setningu hátíðarinnar var haldið til Sölku bókabúðar þar sem gestir tóku þátt í Barsvari.
Mynd: Bára Huld Beck

Hélt uppi fjörinuKamilla Einarsdóttir rithöfundur hélt utan um bókmennta-barsvarið fyrir gesti og gangandi með sínum einstaka hætti.
Mynd: Bára Huld Beck

VinningshafarÞau Stefán Ingvar Vigfússon, Hólmfríður María Bjarnardóttir og Guðjón Teitur Sigurjónsson báru sigur úr bítum á Barsvarinu.
Mynd: Bára Huld Beck

Thor Vilhjálmsson Thor Vilhjálmsson heitinn var frá upphafi ötull í starfi Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík. Hér er hann í pontu á hátíðinni – vafalaust að tala um bókmenntir heimsins.
Mynd: Úr einkasafni Halldórs Guðmundssonar

Salman Rushdie horfir á Karíus og BaktusÞegar Salman Rushdie kom hingað til lands árið 2024 til að taka á móti bókmenntaverðlaunum kenndum við Halldór Laxness rölti hann aðeins um í Hörpunni og gaf sér tíma til að horfa um stund á æfingu verksins Karíus og Baktus.
Mynd: Stella Soffía
Athugasemdir