Ég er ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina, sem beitti henni fyrir stelpur í Sómalíu og víðar, sem geta ekki tjáð sig með þeim hætti sem ég gerði. Það særir mig mest,“ segir Najmo Fiyasko Finnbogadóttir og vísar til baráttu sinnar gegn misþyrmingum á kynfærum stúlkna og gegn barnabrúðkaupum.
Najmo er þolandi hvors tveggja.
Heimildin náði á dögunum sambandi við hana á heimili móður hennar í Mógadisjú. Najmo býr þar núna í fyrsta skipti frá því hún flúði frá Sómalíu fyrir 14 árum. Þá var hún þrettán ára og hafði verið í þvinguðu hjónabandi í tvö ár með frænda sínum en hann var á fertugsaldri.

Najmo hraktist milli landa eftir að hún flúði. Hún komst á endanum til Möltu í flóttamannabúðir, þaðan til meginlands Evrópu og síðan til Íslands. Þá var hún orðin 18 …
Athugasemdir