<span>Veiktist í kjölfar morðhótana:</span>„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Ég er ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina, sem beitti henni fyrir stelpur í Sómalíu og víðar, sem geta ekki tjáð sig með þeim hætti sem ég gerði. Það særir mig mest,“ segir Najmo Fiyasko Finnbogadóttir og vísar til baráttu sinnar gegn misþyrmingum á kynfærum stúlkna og gegn barnabrúðkaupum.

Najmo er þolandi hvors tveggja. 

Heimildin náði á dögunum sambandi við hana á heimili móður hennar í Mógadisjú. Najmo býr þar núna í fyrsta skipti frá því hún flúði frá Sómalíu fyrir 14 árum. Þá var hún þrettán ára og hafði verið í þvinguðu hjónabandi í tvö ár með frænda sínum en hann var á fertugsaldri.

Komst í flóttamannabúðir á MöltuNajmo var þrettán ára þegar hún komst loks í flóttamannabúðir.

Najmo hraktist milli landa eftir að hún flúði. Hún komst á endanum til Möltu í flóttamannabúðir, þaðan til meginlands Evrópu og síðan til Íslands. Þá var hún orðin 18 …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár