„Í stríði eru lögin þögul“

Ís­lands­meist­ari í lög­mennsku er Ragn­ar Að­al­steins­son, í þeim skiln­ingi að Ragn­ar flutti mál fyr­ir Hæsta­rétti í meira en 54 ár og þar með lengst allra. Senni­lega hef­ur eng­inn ein­stak­ling­ur hér á landi haft jafn­mik­il áhrif á þró­un mann­rétt­inda og hann. Hér er far­ið í saum­ana á merku lífs­starfi Ragn­ars.

„Í stríði eru lögin þögul“

Tíu ára vann Ragnar sér inn fyrsta launatékkann og eftir það hætti hann bara ekki að vinna. Ragnar fæddist 13. júní 1935 og er alinn upp í Vesturbænum. Eftir MR vann hann á togara á Grænlandsmiðum en árið 1956 settist hann að í þorpi við Miðjarðarhafið en þá hafði hann dvalið í Madríd; á Spáni nam hann spænsku. Hann fékk réttindi til málflutnings í héraði 1962 og 1966 fékk hann réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Sjö börnum og ótal barnabörnum síðar hefur honum tekist að umbylta skilningi samfélagsins á mannréttindum. Hvernig í andskotanum fór hann að því? 

Kannski var mótandi augnablik þegar hvítliðar réðust með kylfum á almenning á Asturvelli, þegar inngöngunni í NATO var mótmælt 30. mars 1949.

„Þegar ég var tæplega 14 ára fór ég á fund sem Sósíalistar héldu í Miðbæjarskólaportinu – þó ég væri ekki hluti af þeirri hreyfingu. Síðan fór ég með fólkinu …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár