Tíu ára vann Ragnar sér inn fyrsta launatékkann og eftir það hætti hann bara ekki að vinna. Ragnar fæddist 13. júní 1935 og er alinn upp í Vesturbænum. Eftir MR vann hann á togara á Grænlandsmiðum en árið 1956 settist hann að í þorpi við Miðjarðarhafið en þá hafði hann dvalið í Madríd; á Spáni nam hann spænsku. Hann fékk réttindi til málflutnings í héraði 1962 og 1966 fékk hann réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti. Sjö börnum og ótal barnabörnum síðar hefur honum tekist að umbylta skilningi samfélagsins á mannréttindum. Hvernig í andskotanum fór hann að því?
Kannski var mótandi augnablik þegar hvítliðar réðust með kylfum á almenning á Asturvelli, þegar inngöngunni í NATO var mótmælt 30. mars 1949.
„Þegar ég var tæplega 14 ára fór ég á fund sem Sósíalistar héldu í Miðbæjarskólaportinu – þó ég væri ekki hluti af þeirri hreyfingu. Síðan fór ég með fólkinu …
Athugasemdir