Sögulegt einvígi innan Sjálfstæðisflokksins

Tveir öfl­ug­ir fram­bjóð­end­ur sækj­ast eft­ir for­mann­sembætti elsta stjórn­mála­afls Ís­lands, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þar sem þær eru báð­ar kon­ur er ljóst að ald­ar­göm­ul hefð verði brot­in á fund­in­um. Þá gæti flokk­ur­inn eign­ast sinn fyrsta formann sem er ekki bú­sett­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, nái Guð­rún kjöri.

Ólík öfl takast á innan Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að formannskosningunum sem fram fara næsta sunnudag. Flokkurinn stendur á tímamótum eftir að hafa fengið undir tuttugu prósent í síðustu kosningum, sem er lægsta fylgið frá upphafi. Sjálfstæðisflokkurinn er líka utan ríkisstjórnar, sem er sjaldgæft í íslenskum stjórnmálum. 

Formannsefnin eru bæði frambærileg, og söguleg þegar kemur að forystu flokksins, en báðir frambjóðendur eru konur. Annars vegar býður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sig fram, sem er lýst sem metnaðarfullri manneskju sem fyllir fólk andagift úr ræðustólnum. Hún varð ritari Sjálfstæðisflokksins 25 ára gömul og var orðin dómsmálaráðherra fyrir þrítugt, eða 29 ára gömul. 

Hins vegar er það Guðrún Hafsteinsdóttir, sem er þaulreynd úr atvinnulífinu og nýtur mikillar virðingar á því sviði. Hún fékk fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Kjörís, í fangið aðeins 23 ára gömul. Það hefur vaxið samhliða Guðrúnu og orðið eitt farsælasta fyrirtæki landsins. Hún var dómsmálaráðherra frá árinu 2023 til 2024. 

Guð og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár