Konum fjölgar sem óttast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
Skýr skilaboð Samfélagið þarf að taka afgerandi afstöðu gegn ofbeldi og uppræta það. Mynd: Golli

Til okkar koma konur sem hafa misst öll völd og ákvarðanarétt um eigið líf,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Þessar konur hafa verið einangraðar frá fjölskyldu og vinum, fá jafnvel ekki að nota tölvu eða keyra bíl eða taka þátt í samfélaginu með nokkrum hætti. Í kjölfarið hafa þær misst sjálfstraustið og trú á getu sína til standa á eigin fótum. Sama höfum við upplifað með börnin, sem hafa oft verið einangruð með mæðrum sínum inni á heimilinu og ekki fengið að umgangast önnur börn.“

Það er ekki auðvelt að stíga út úr ofbeldissambandi. „Það getur verið fjárhagslega og andlega flókið. Ofbeldi í nánu sambandi getur falið í sér flókin tengsl við geranda, sem getur til dæmis verið barnsfaðir þolanda. Að baki er líka oft samband þar sem fólk átti sínar góðu stundir og djúpar tilfinningar. Þannig að þetta er oft rússíbanareið. 

Konur koma til okkar mjög þreyttar og …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár