Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
Nútíminn segir til sín Streitueinkenni hafa vaxið samhliða aukinni tækni og skjánotkun. Mynd: Golli

Streita fer vaxandi með margvíslegum auknum kröfum í nútímasamfélagi, en talið er að viðvarandi streita geti meðal annars stuðlað að þróun hjarta- og æðasjúkdóma, hækkað blóðþrýsting, veikt ónæmiskerfið, valdið meltingartruflunum og höfuðverkjum, sjóntruflunum, auk annarra þátta sem hafa truflandi áhrif á einstaklinga. Sálræn áhrif hennar geta líka verið alvarleg eins og svefnvandi, kvíði, þunglyndi og skapbreytingar. Góðu fréttirnar eru þær að streita er meðhöndlanleg í nær öllum tilfellum og miklir möguleikar felast í forvörnum, að sögn Ólafs. 

Starfsemi heilans getur raskast við alvarlega streitu

Ólafur segir að skipta megi streitu í þrjú stig eftir alvarleika hennar og að líkamleg einkenni geti verið margbreytileg í öllu ferlinu. „Það er hægt að skipta þessu í þrennt: fyrst er talað um streitu sem er þýðing á orðinu stress og það er eðlilegt fyrirbæri sem við finnum fyrir jafnvel daglega en einkennin eru þreyta sem hverfur við hvíld hvort sem það er í pásu …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Vonleysið er algjört. Sjálftökuliðið hjá bæði ríki og borg er meira en meðalmanneskjan getur þolað.
    Ég vil einnig að sjalfskipað fólk í stjórnarstöður allra góðgerðarstarfsemi á Íslandi verði skoðuð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grunnstoðir heilsu

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
FréttirGrunnstoðir heilsu

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Hreyfing hefur forspárgildi um hvað við getum í framtíðinni
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Hreyf­ing hef­ur for­spár­gildi um hvað við get­um í fram­tíð­inni

Dr. Hann­es Hrafn­kels­son heim­il­is­lækn­ir seg­ir hreyf­ingu nauð­syn­leg­an hluta af þeim lífs­stíl sem all­ir eigi að hafa, einkum ef fólk vill við­halda sæmi­leg­um lífs­gæð­um á efri ár­um, geta ferð­ast og bú­ið leng­ur við sjálf­stæði. Hann seg­ir hreyf­ingu geta seink­að sjúk­dóm­um, og jafn­vel kom­ið í veg fyr­ir að fólk fái ein­hverja þeirra, en legg­ur áherslu á að hreyf­ing sé að­eins einn af mörg­um þátt­um í með­ferð margra sjúk­dóma og að hún þurfi að vera í rútínu okk­ar.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu