Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Vegsemd þess og vandi að vera fullvalda: Nálægðin við trumpíska landvinninga

Græn­land er nær Banda­ríkj­un­um en Dan­mörku land­fræði­lega. Bráð­ræði Don­alds Trump og bráðn­un Norð­ur-Ís­hafs­ins birta okk­ur stöð­una í breytt­um heimi. Mette Frederik­sen fékk að heyra það frá hon­um í sím­tali sem skek­ið hef­ur stjórn­kerfi Evr­ópu og Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Efnahagslegir hagsmunir og alþjóðleg varnarmál hafa samþæst mikið á undanförnum þremur árum. Viðskiptaþvinganir annars vegar sem viðbragð við innrásum og tollastríð hins vegar sem viðbragð við auknum efnahagslegum yfirráðum.

Heimshagkerfið er að ganga í gegnum mikið breytingaskeið þar sem vægi austursins eykst og vægi Vesturlanda minnkar hröðum skrefum. Nágrannaerjur og alþjóðastjórnmál samþættast nú sem aldrei fyrr. Efnahagslegar afleiðingar breyttra yfirráða í kringum siglingaleiðir gætu því orðið fréttaefni alþjóðlegra viðskiptafrétta á næstunni.

Staða Íslands með tilliti til Grænlands og afstöðu til Evrópusambandsins gæti þurft að breytast á álíka hraða og hvernig afstaða Finna og Svía til Nató umturnaðist við innrás Rússlands í Úkraínu. 

Vandi Grænlendinga og Íslendinga

Síðasta föstudag afhjúpaði Financial Times að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði þurft að sitja undir fyrirlestri hins nýja og gamla forseta Bandaríkjanna í þriggja kortera löngu símtali sem lýst var sem kaldri sturtu. Heimildir blaðsins komu úr fimm áttum hátt innan evrópska stjórnkerfisins. 

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Is it in times of climate change, pandemics, demand for natural resources, etc. - interdependence - about sovereignty or about autonomy?
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Bægslagangurinn í Trump og Musk, auk innanbúðarvanda Evrópu, þjónar BRICS vel.
    3
    • MS
      Michael Schulz skrifaði
      Isn't it rather that the BRICS are strong from the inside out and not from the outside in?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár