Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
Ráðherra Inga Sæland stofnaði Flokk fólksins árið 2016 og hefur náð inn á þing þrennar kosningar í röð. Núna er flokkurinn hennar í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Mynd: Golli

Að Inga Sæland hafi leitt flokk sinn inn í ríkisstjórn og tekið við ráðherraembætti er nokkuð sem fáir hefðu veðjað á er hún skaust fram á stjórnmálasviðið. Leið Ingu til pólitísks frama er óvenjuleg, ekki síst þegar horft er til þess hvernig líf hennar hófst, norður á Ólafsfirði árið 1959, en læknir á staðnum taldi hana við dauðans dyr strax á fyrsta ári, vegna veikinda sem sviptu hana eðlilegri sjón.

„Ég fæddist algjörlega heilbrigð, en ég missi sjónina í kjölfarið á hlaupabólu sem ég fékk þegar ég var að verða 5 mánaða gömul. Þá fékk ég hlaupabólu og heilahimnubólgu í kjölfarið á því sem skemmdi þessar stöðvar víst,“ sagði Inga í viðtali við Radíó Stam, fyrir um áratug síðan. Í sama viðtali sagði hún frá því að síðar hefði henni verið tjáð af augnlækni á Akureyri að ef hún hefði fengið sýklalyf þegar hún var komin með heilahimnubólguna hefði það …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Mætti kannski hefja handritsgerð að þáttaröðinni um lífshlaup Ingu. Ekki ómerkilegri en Vigdís
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár