Hjólhýsið hennar Bergþóru Pálsdóttur er það sem kemst næst því að vera félagsmiðstöð í hjólhýsabyggðinni á Sævarhöfða. Hún er aldrei kölluð annað en Bebba og býður alltaf upp á eitthvað gott með kaffinu. Hrærivélin er uppi á eldhúsborðinu og bakarofninn er í góðu standi. „Ég baka voðalega mikið – bananabrauð, skúffukökur, möffins. Bara hitt og þetta sem mér dettur í hug,“ segir hún.
Eins og þau flest sem búa á Sævarhöfðanum bjó hún áður í hjólhýsinu sínu á tjaldsvæðinu í Laugardal. Þau sem bjuggu þar höfðu aðgang að efri klósettunum. „Og ég sá um að þrífa þau, halda þeim hreinum, bæði kvenna- og karlamegin,“ segir hún.
„Þar gátu þau farið út að leika sér en hér eru bara glerbrot og drasl
Eldhús er kannski ekki réttnefni fyrir eldunaraðstöðuna í hjólhýsinu. Þetta er eldhúskrókur – á milli hans og rúmsins eru smáar hillur, og á einni þeirra er viðarhjarta …
Athugasemdir (1)