Efnahagslegar afleiðingar kosninga: Halló aftur, Trump

Arf­leifð Don­alds Trump frá fyrra kjör­tíma­bili seg­ir ekki mik­ið til um áhrif umbreyt­inga sem hann hygg­ur á nú á því næsta. Vænt­ing­ar kjós­enda hans eru lík­lega ekki al­veg þær sömu og millj­arða­mær­ing­anna sem einnig komu hon­um til valda að nýju. Hér er far­ið yf­ir stöð­una í al­þjóð­legu og póli­tísku sam­hengi ein­um degi fyr­ir okk­ar eig­in kosn­ing­ar.

<span>Efnahagslegar afleiðingar kosninga:</span>  Halló aftur, Trump
Heimur Trumps Við lifum í heimi Trumps þar sem einfaldar lausnir og ófyrirsjáanleiki er einkennið og ætlunin. Mynd: AFP

Seinni kosningasigur Donalds Trump afhjúpar margháttaðar breytingar sem nú eiga sér stað í heiminum. Samkvæmt grein í Financial Times er eitt helsta atriði þeirra breytinga samruni áhrifavalda tækniheimsins og frjálshyggjunnar nýjustu. Í stjórnarsáttmálanum sem nú teiknast upp í leiðtogaríki hins frjálsa heims eru tengslin á milli Miltons Friedman og tæknimilljarðamæringanna orðin óljós en birtast þó í hugmyndafræði sem miðast við að binda enda á allar takmarkanir á mörkuðum. Félagarnir Elon Musk, Peter Thiel, Marc Andreessen og Mark Zuckerberger, tóku þátt í að stofna Teslu, PayPal, Mosaic-Netscape og Facebook, sem færði þeim öllum ómælda milljarða dala. Sumir þeirra eru skilgreindir sem pólitískir aktívistar og einhverjir þeirra verða ráðgjafar og mögulega ráðherrar í komandi landstjórn Trumps sem hafa mun áhrif í heimshagkerfinu.

Efnahagslegar afleiðingar fráfarandi ríkisstjórnar síðustu sjö ára hérlendis mörkuðust að vissum hætti af hugmyndafræðilegu heljartaki og samruna nýfrjálshyggjunnar gömlu við auðlindamæringa hérlendis. Þannig hafa eigendur stórfyrirtækja …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu