Seinni kosningasigur Donalds Trump afhjúpar margháttaðar breytingar sem nú eiga sér stað í heiminum. Samkvæmt grein í Financial Times er eitt helsta atriði þeirra breytinga samruni áhrifavalda tækniheimsins og frjálshyggjunnar nýjustu. Í stjórnarsáttmálanum sem nú teiknast upp í leiðtogaríki hins frjálsa heims eru tengslin á milli Miltons Friedman og tæknimilljarðamæringanna orðin óljós en birtast þó í hugmyndafræði sem miðast við að binda enda á allar takmarkanir á mörkuðum. Félagarnir Elon Musk, Peter Thiel, Marc Andreessen og Mark Zuckerberger, tóku þátt í að stofna Teslu, PayPal, Mosaic-Netscape og Facebook, sem færði þeim öllum ómælda milljarða dala. Sumir þeirra eru skilgreindir sem pólitískir aktívistar og einhverjir þeirra verða ráðgjafar og mögulega ráðherrar í komandi landstjórn Trumps sem hafa mun áhrif í heimshagkerfinu.
Efnahagslegar afleiðingar fráfarandi ríkisstjórnar síðustu sjö ára hérlendis mörkuðust að vissum hætti af hugmyndafræðilegu heljartaki og samruna nýfrjálshyggjunnar gömlu við auðlindamæringa hérlendis. Þannig hafa eigendur stórfyrirtækja …
https://www.usnews.com/opinion/articles/2024-11-15/trump-harris-and-musk-how-money-did-and-didnt-affect-the-election