Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“

Heilbrigðiskerfið hefur brugðist konum. Ekki öllum konum og sjaldnast meðvitað en dæmin liggja víða og snerta fæðingar, frjósemismeðferðir, greiningar á krabbameini, meðferð á endómetríósu, skjaldkirtilsvanda og svo mætti lengi telja.

Síðan í apríl síðastliðnum hefur Heimildin tekið á móti sögum kvenna sem hafa mætt hindrunum í heilbrigðiskerfinu. Í mörgum tilvikum er um að ræða sögur af því hvernig læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hafa hundsað áhyggjur þeirra eða ekki hlustað nægilega vel, stundum með þeim afleiðingum að þær hafa hlotið varanlegan skaða af.

Sögurnar sem Heimildinni hafa borist eru á þriðja tug talsins og spanna um þriggja áratuga tímabil. Sögur nokkurra af þeim konum sem hafa sagt Heimildinni frá birtast í nýjum hlaðvarpsþáttum sem bera titilinn Móðursýkiskastið. Móðursýki er orð sem hefur frá átjándu öld verið notað til þess að þagga niður í konum og gera lítið úr þeim. Það er orð sem sumar kvennanna sem Heimildin hefur …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Þetta er því miður fremur regla en undantekning sama hvað heilbrigðisfólk segir. En það gildir ekki bara um konur. Þetta gildir líka um fólk sem er með einhvers konar greiningu, eins og misþroska, einhverfu, asperger og svo framvegis, en einnig líka ef fólk er í yfirþyngd og þá sérstaklega konur í yfirþyngd, öll þeirra mein eru vegna ofþyngdar.
    Heimilslæknir minn var hreinskilin þegar ég spurði hann um, er ég og karlmaður úr sömu sýslu láum nánast með hljóðum á biðstofu heilsugæslunnar, bæði greind með brjósklos, hann var sendur suður í aðgerð, en ég var send heim og það hefur markað líf mitt alla tíð, læknir minn sagði er ég spurði hann hvers vegna? Silla mín, þú ert ekki með tippi. Hann var þó í það minnsta hreinskilin.
    0
    • EK
      Elísabet Kjárr skrifaði
      Þetta er ömurlegt... og svo erum við líka flestar greindar með "kulnun" þegar breytingarskeiðið bankar uppá. Kulnunarstéttin kennarar samsanstendur mestmegnis af konum eftir fertugt.
      1
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Pólsk vinkona mín fékk hnúð á sköflunginn fyrir rúmum 10 árum. Hún fór á milli lækna í marga mánuði og fékk að heyra að hnúðurinn væri vegna álags, hún ætti bara að hvíla fótinn og slaka á.

    Þegar hún hneig svo niður í vinnunni vegna sársauka fékk hún loks aðhlynningu og kom í ljós að hún var með krabbamein.

    Hún missti fótinn fyrir neðan hné.

    Er hægt að kæra svona dæmi til landlæknis ef hún er með allt skráð?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Móðursýkiskastið

Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár