Heilbrigðiskerfið hefur brugðist konum. Ekki öllum konum og sjaldnast meðvitað en dæmin liggja víða og snerta fæðingar, frjósemismeðferðir, greiningar á krabbameini, meðferð á endómetríósu, skjaldkirtilsvanda og svo mætti lengi telja.
Síðan í apríl síðastliðnum hefur Heimildin tekið á móti sögum kvenna sem hafa mætt hindrunum í heilbrigðiskerfinu. Í mörgum tilvikum er um að ræða sögur af því hvernig læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk hafa hundsað áhyggjur þeirra eða ekki hlustað nægilega vel, stundum með þeim afleiðingum að þær hafa hlotið varanlegan skaða af.
Sögurnar sem Heimildinni hafa borist eru á þriðja tug talsins og spanna um þriggja áratuga tímabil. Sögur nokkurra af þeim konum sem hafa sagt Heimildinni frá birtast í nýjum hlaðvarpsþáttum sem bera titilinn Móðursýkiskastið. Móðursýki er orð sem hefur frá átjándu öld verið notað til þess að þagga niður í konum og gera lítið úr þeim. Það er orð sem sumar kvennanna sem Heimildin hefur …
Heimilslæknir minn var hreinskilin þegar ég spurði hann um, er ég og karlmaður úr sömu sýslu láum nánast með hljóðum á biðstofu heilsugæslunnar, bæði greind með brjósklos, hann var sendur suður í aðgerð, en ég var send heim og það hefur markað líf mitt alla tíð, læknir minn sagði er ég spurði hann hvers vegna? Silla mín, þú ert ekki með tippi. Hann var þó í það minnsta hreinskilin.
Þegar hún hneig svo niður í vinnunni vegna sársauka fékk hún loks aðhlynningu og kom í ljós að hún var með krabbamein.
Hún missti fótinn fyrir neðan hné.
Er hægt að kæra svona dæmi til landlæknis ef hún er með allt skráð?