Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Myndband: Eldgosið sést skýrt frá Reykjavík

Hraun hef­ur far­ið yf­ir Njarð­víkuræð sem fær­ir heitt vatn frá Svartsengi til Fitja. Enn berst heitt vatn um æð­ina. Eld­gos hófst í Sund­hnúkagígaröð­inni upp úr klukk­an ell­efu í gær­kvöldi. Skömmu áð­ur hafði Veð­ur­stof­an var­að við kviku­hlaupi. Þetta er sjötta eld­gos­ið á ár­inu en það sést vel frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Eld­gos hófst á Sund­hnúkagígaröð­inni kl. 23:14 í gærkvöld, fimmtán mín­út­um eft­ir að Veð­ur­stof­an var­aði við kviku­hlaupi, sem fyrst kom fram á mæl­um um kl. 22:30. Gossprung­an opn­að­ist á milli Stóra Skóg­fells og Sýl­inga­fells.

Heiðskýrt er á suðvesturhorninu og á myndbandinu sem hér fylgir, sem Golli, ljósmyndari Heimildarinnar, tók í morgun sést eldgosið vel frá Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum hefur hraun farið yfir Njarðvíkuræð sem færir heitt vatn frá Svartsengi til Fitja þar sem HS Veitur fá heitt vatn afhent til dreifingar frá HS Orku.

Njarðvíkuræð fór síðast undir hraun í febrúar síðastliðin með þeim afleiðingum að Suðurnesin voru án heits vatns í nokkra daga. Talið er að lögnin sé vel varin þar sem hrauntungan fór nú yfir og til samanburðar er Grindavíkuræðin undir um kílómeters kafla af hrauni frá fyrra eldgosi og heldur sú lögn enn.

Heitt vatn er enn að berast um Njarðvíkuræðina og vonir standa til að svo verði áfram, það er þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. 

Svartsengislína Landsnets sem tengist orkuverinu í Svartsengi er rofin vegna hraunflæðis. Það olli rafmagnstruflun á öllum Suðurnesjum en ætti ekki að hafa frekari áhrif á afhendingu rafmagns í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum en rafmagnslaust er nú í Grindavík.

Virknin í eldgosinu virðist hafa náð hámarki í nótt. Gossprunguna er hætt að stækka og samkvæmt þeim merkjum sem sjást á mælum Veðurstofunnar virðist ekkert benda til þess að virknin muni aukast.

Lengd gossprungunnar er metin vera um 3 km. Hraunstraumurinn dreifist bæði til austurs og vesturs. Ekkert hraunflæði er í átt til Grindavíkur. Á þessum tímapunkti eru um 500 m frá hraunjaðrinum í vestur að Grindavíkurvegi.

Veðurstofan uppfærði hættumat í nótt, 20. nóvember. sem gildir til klukkan 15:00 þann 22. nóvember, að öllu óbreyttu. Hætta hefur verið aukin á öllum svæðum nema svæði 7, samanber myndina hér að neðan. Mikil hætta (fjólublátt) er á svæði 3, þar sem upptök eldgossins eru. Á svæðum 1, 4 og 6 hefur hætta verið aukin í mikla (rauð).

Það sem vekur athygli er að skjálftavirknin var ekki tekin að vaxa vikurnar fyrir gos líkt og hafði gerst í fyrri atburðum, segir í upplýsingum frá Veðurstofunni. Kvikumagnið sem safnast hafði undir Svartsengi var svipað og fyrir síðasta gos. Þróunin undanfarið hefur hins vegar verið sú að sífellt meira magn af kviku hefur þurft að safnast fyrir til að koma af stað næsta atburði. Þetta er vísbending um að það munstur sem sést hefur hingað til í fyrri eldgosum er mögulega að breytast.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár