Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns

„Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn,“ segir sonur Jóns Gunnarssonar, Gunnar Bergmann, fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna, á upptöku þar sem hann lýsir fyrirætlunum Jóns og formanns Sjálfstæðisflokksins um að veita Kristjáni Loftssyni, forstjóra og aðaleiganda Hvals hf., leyfi til áframhaldandi hvalveiða við Ísland. 

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er upptakan sem um ræðir afrakstur rannsóknar ónefndra alþjóðlegra samtaka. Heimildin hefur ekki upplýsingar um hvaða samtök stóðu að baki rannsókninni, en hún ber þess merki að hafa verið þaulskipulögð, tímafrek og kostnaðarsöm.

Upptökurnar voru komnar í dreifingu og bárust blaðamönnum Heimildarinnar síðastliðinn fimmtudag, úr ólíkum áttum. Í kjölfarið var viðbragða leitað hjá Jóni og Gunnari.

„Sama um allt annað“

Nokkrir dagar eru síðan Jón Gunnarsson var gerður að sérstökum erindreka Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, sama dag og Jón þáði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, eftir að hafa áður tapað fyrir varaformanni flokksins …

Kjósa
242
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (14)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Siggi sagði Óla að Pétur og Bjössi ætluðu að gera eitthvað ljótt. Pétur og Bjössi gerðu þó aldrei þetta ljóta. En samt, er ekki alveg örugglega rétt að refsa Pétri og Bjössa fyrir fyrir það sem Siggi sagði, - svona til öryggis, og að það fari á söguspjöldin!
    -3
  • Bjarni Hrafnsson skrifaði
    Flottur pistill. Þetta er nú meira svínaríið
    11
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Starfsstjórn á aðeins að sinna nauðsynlegum verkum. Þarna er farið langt út fyrir þau mörk. Er ekki verið að brjóta lög ?
    10
  • Hordur Olafsson skrifaði
    vel gert.
    4
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Það eru góðar fréttir að Heimildin birti þessar upplýsingar. Þetta mál varðar almenning og nóg er komið að uppvöðsluskúmunum sem finnst þeir mega allt í krafti misvel fengins auðs og spilltra valda.
    Almenningur ætti að fagna þessari uppljóstrun, það gæti reynst ljós inn í bjartari tíð, þar sem spillningardólgarnir og frekjurnar þurfa kannski að fara að hafa hægar um sig.
    Heiðarlegt fólk á að fagna og standa að baki fjölmiðlafólks sem sannarlega er að vinna í þeirra þágu. Það þarf að hrista af sér undirgefnina og hætta að kyssa vöndinn hjá sérhagsmunavörðum og óþverrum sem ganga erinda þeirra sem vilja halda samfélagi okkar niðri í misskiptingu og rugli.
    21
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Fullur strákur að monta sig við atvinnuglæpamann. Frekar klént og ég sé ekki annan "glæp" en að hella víni í son einhvers til að fá eitthvað djúsí :-)
    -24
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Djúsí.
    Frábær pistill.
    6
  • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
    "Kleppur er víða" Svo mikið er víst.
    2
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "....Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt."

    Þetta er náttúrulega bara eins og kaupin gerast á eyrinni í flokki sem kennir sig við sjálfstæði.
    34
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      En er þetta þá "áætlaður" glæpur sem ekki er búið að fremja? Eru menn ekki komnir aðeins fram úr sér?
      -15
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Mér sýnist skrímsladeildin hafa verið kölluð út.
      8
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Spennandi - fróðlegt verður að sjá hvort Jón þessi Gunnarsson geti sannað að "tálbeitan" hafi verið á vegum Heimildarinnar.

    Nú finnst mér líklegt að Valhallarmafían virki leppa sína innan dómskerfisins til þess að setja lögbann á útgáfu Heimildarinnar.

    Það væri ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerðist. Í aðdraganda alþingiskosninga árið 2017 stóð Þórólfur Halldórsson sýslumaður Höfuðborgarsvæðisins fyrir því að setja lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar og skyldmenna hans í aðdraganda Hrunsins.

    Síðar dæmdu dómstólar landsins lögbannið ólöglegt.
    44
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Það er til lítils að ráða sína menn ef það er svo ekki hægt að nota þá.
      10
    • OÖM
      Oddur Örvar Magnússon skrifaði
      Ræsa skrímsladeildina.
      13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár