Þegar íslenskir kjósendur eru spurðir um það hvaða málefni skipti þá mestu máli í aðdraganda kosninga skrapa alþjóða- og utanríkismál nær alltaf botninn. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir hlaðvarpsþáttinn Bakherbergið kom berlega í ljós að svona er staðan einnig nú, en einungis 6 prósent svarenda töldu alþjóða- og utanríkismál á meðal mikilvægustu málefna á sviði stjórnmálanna.
Því er vert að velta því fyrir sér hvort við megum búast við umræðu um stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og hvernig ríkið beitir rödd sinni og áhrifum á alþjóðavettvangi í kosningabaráttunni. Er flestum kjósendum ef til vill nokkuð sama hver sest í utanríkisráðuneytið eftir kosningar og hvernig haldið er á málum þar?
Látum við það bara ráðast, eftir að við erum búin að ákveða hvaða fólki og flokkum við treystum best til að taka á efnahagsmálum, heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum sem ráða því hvert atkvæði okkar ratar?
Ísland ekkert eyland
„Almennt, líka í …
Athugasemdir