Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Viðskipti trompa ekki lýðræði og mannréttindi

Hún er ein­hver þekkt­asti þjóð­ar­leið­togi síns heims­hluta og á viku­lega fundi með stjórn­mála­leið­tog­um stærstu þjóða heims­ins. Samt er hún ekki leið­togi í heimalandi sínu og er enn að venj­ast því að vera köll­uð stjórn­mála­mað­ur.

Auðvitað verð ég þreytt og auðvitað velti ég því oft fyrir mér hvort allir þessir fundir og öll þessi ferðalög hafi skilað nægilega miklu; hvort við séum í raun og veru að fá meira en góðar móttökur,“ segir Svetlana Tsjíkonovskaja, spurð hvort undanfarin fjögur ár hafi skilað því sem hún vonaðist til.

Svetlana er leiðtogi stjórnandstöðunnar í Belarús, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, af mörgum álitin raunverulegur forseti landsins sem hún neyddist til að flýja fyrir fjórum árum.

„Svo lítur maður framan í þá og sér ekkert nema tóm augun og það rennur upp fyrir manni að viðkomandi hefur hvorki skilning eða samúð fyrir lífi og örlögum okkar fólks“

Hún segir margt hafa áunnist þó enn sé langt í land. Skilningur og meðvitund umheimsins um ástandið í heimalandi hennar sé mikilvægur áfangi einn og sér. Það hafi loksins tekst að beina augum heimsbyggðarinnar á lífið undir harðstjórn Aleksanders Lúkasjenkós.

„Okkur hefur tekist að …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár