T
helma Björk Jónsdóttir fatahönnuður fann fyrir þykkildi í öðru brjóstinu í desember 2023. Hún hringdi í Brjóstamiðstöð og var sagt að hún þyrfti að fá beiðni á heilsugæslustöð til að fara í brjóstamyndatöku. Heimilislæknirinn hennar var ekki við þannig að hún ákvað að láta annan lækni líta á sig og valdi konu; fannst betra að tala við konu um þetta.
Thelma Björk bað um að verða send í brjóstamyndatöku en læknirinn varð ekki við þeirri ósk og sagði að þetta væri ekki neitt, sennilega stíflaður mjólkurkirtill og að hún væri ábyggilega að byrja á breytingaskeiðinu. Thelma Björk var þá 41 árs. Læknirinn sagði að ef hún væri enn að hugsa um þetta eftir áramót skyldi hún hafa samband.
„Í janúar var ég enn að hugsa um þetta. Síðan kom febrúar. Ég er mjög tengd innsæinu mínu og hlusta á líkamann og þetta var eitthvað skrýtið. Ég hringdi þess vegna …
Athugasemdir