Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Arfleifð slitinnar ríkisstjórnar

Hvað tókst rík­is­stjórn­inni að klára og hvað ekki? „Þetta var ekki þannig rík­is­stjórn sem var að fara í ein­hverj­ar rót­tæk­ar breyt­ing­ar eða upp­stokk­un á kerf­um held­ur halda við­horf­inu óbreyttu,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harð­ar­son stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Arfleifð slitinnar ríkisstjórnar
Hvað stendur eftir? Sjö ára valdatíð ríkisstjórnarinnar er nú lokið og kosningar verða haldnar í lok nóvember. Stjórnin var að mörgu leyti óvenjuleg og undir það síðasta gekk stjórnarflokkunum illa að koma sér saman um mikilvæg mál. Mynd: Golli

Sjö ára langri stjórnartíð ríkisstjórnar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er nú lokið og kosningar á næsta leiti. Af því tilefni er vert að líta yfir farinn veg og kanna hvaða mál ríkisstjórnin náði að leiða til lykta áður en stjórninni var slitið og hvaða mál náði ekki að klára.

Í inngangi seinni stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá árinu 2021 segir að á fyrsta kjörtímabili sínu, árið 2017 til 2021, hafi ríkisstjórnin lagt áherslu á að „byggja upp traust í samfélaginu og efla innviði ásamt því að tryggja pólitískan og efnahagslegan stöðugleika“.

Í millitíðinni gekk samfélagið í gegnum ýmis óvænt áföll á borð við heimsfaraldur og efnahagskreppu. Með þá reynslu og lærdóm á bakinu endurnýjuðu flokkarnir þrír samstarf sitt og áhersla var lögð á að „horfa til framtíðar og sækja fram í þágu velsældar“.

Grundvöllur þessara framfara var þó sem fyrr jafnvægið sem þessir þrír ólíku stjórnmálaflokkar …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stjórnarslit 2024

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár