Frá því að stríð Ísraels á Gaza hófst formlega 8. október á síðasta ári hafa fleiri látið lífið þar en í nokkrum öðrum átökum í meira en tvo áratugi í heiminum. Í mars, þegar hálft ár var liðið af árásum, höfðu fleiri börn látist á Gaza en í öllum öðrum átökum í heiminum fjögur árin þar á undan. Nú hefur fjöldi barna sem látist hafa í stríðinu hækkað verulega.
Með Heimildinni sem kom út á föstudag fylgir aukablað þar sem nöfn allra þeirra barna sem vitað er til að hafi misst lífið í stríðinu eru birt. Það eru 11.355 nöfn palestínskra barna og 40 nöfn ísraelskra barna. Upplýsingarnar byggja á gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza og ísraelska utanríkisráðuneytinu.
Stríði var lýst yfir sem viðbragði við árás Hamasliða og annarra vopnaðra hópa á Gazaströndinni á Ísrael þann 7. október. Í henni voru 1.139 drepnir og 251 hnepptur í …
Athugasemdir