Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Tólf mánaða hefnd

Ísra­elski her­inn hef­ur drep­ið tugi þús­unda palestínskra borg­ara síð­ustu tólf mán­uði. Stríði var lýst yf­ir í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir að Ham­as gerðu árás á Ísra­el 7. októ­ber. Dag­inn eft­ir boð­aði Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, „mis­kunn­ar­laust stríð gegn Ham­as.“

Tólf mánaða hefnd
Á flótta Palestínskar mæður og börn flýja heimili sín í kjölfar loftárása Ísraelshers á Gazaborg 11. október 2023. Mynd: AFP

Frá því að stríð Ísraels á Gaza hófst formlega 8. október á síðasta ári hafa fleiri látið lífið þar en í nokkrum öðrum átökum í meira en tvo áratugi í heiminum. Í mars, þegar hálft ár var liðið af árásum, höfðu fleiri börn látist á Gaza en í öllum öðrum átökum í heiminum fjögur árin þar á undan. Nú hefur fjöldi barna sem látist hafa í stríðinu hækkað verulega. 

Með Heimildinni sem kom út á föstudag fylgir aukablað þar sem nöfn allra þeirra barna sem vitað er til að hafi misst lífið í stríðinu eru birt. Það eru 11.355 nöfn palestínskra barna og 40 nöfn ísraelskra barna. Upplýsingarnar byggja á gögnum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gaza og ísraelska utanríkisráðuneytinu. 

Stríði var lýst yfir sem viðbragði við árás Hamasliða og annarra vopnaðra hópa á Gazaströndinni á Ísrael þann 7. október. Í henni voru 1.139 drepnir og 251 hnepptur í …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár