Teymisstjóri, þjónustustjóri, vörustjóri, verkefnastjóri og markaðsstjóri. Allt eru þetta starfstitlar hjúkrunarfræðinga sem hafa söðlað um, hætt að annast sjúklinga og haslað sér völl í tæknigeiranum, nánar tiltekið heilbrigðistæknigeiranum. En þær líta fyrst og fremst á sig sem hjúkrunarfræðinga.
„Það er lífsstíll að vera hjúkrunarfræðingur, maður gefur allt í þetta,“ segir Auður Guðmundsdóttir, teymisstjóri skjávers hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Blaðamaður sest niður með henni og fjórum öðrum hjúkrunarfræðingum, allt konum, sem hafa fjölbreytta reynslu úr heilbrigðiskerfinu, allt frá sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til bráðamóttökunnar á Landspítala, en hafa nú alfarið fært sig yfir í tæknigeirann. Ástæðurnar eru margs konar en sveigjanlegur og fjölskylduvænni vinnutími, hærri laun og minna álag eru lykilþættir.
Því fylgir öryggiskennd að vera umkringd hjúkrunarfræðingum en það skýtur örlítið skökku við að vera í fundarherbergi í höfuðstöðvum Helix, velferðarfyrirtækis innan Origo samsteypunnar, í Borgartúni með útsýni yfir hafið og Esjuna en ekki á biðstofu eða í skoðunarherbergi á heilbrigðisstofnun. Þorbjörg …
Athugasemdir