Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
Hjúkkur í tæknigeiranum Auður Guðmundsdóttir, Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, Gulla Akerlie, Elfa Ólafsdóttir og Hanna Rut Sigurjónsdóttir eru meðal hjúkrunarfræðinga sem hafa hætt að vinna á heilbrigðisstofnunum og fært sig yfir í tæknigeirann. Þær sjá tækifæri í að breyta því hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt og minnka þannig álag og streitu í heilbrigðiskerfinu. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Teymisstjóri, þjónustustjóri, vörustjóri, verkefnastjóri og markaðsstjóri. Allt eru þetta starfstitlar hjúkrunarfræðinga sem hafa söðlað um, hætt að annast sjúklinga og haslað sér völl í tæknigeiranum, nánar tiltekið heilbrigðistæknigeiranum. En þær líta fyrst og fremst á sig sem hjúkrunarfræðinga. 

„Það er lífsstíll að vera hjúkrunarfræðingur, maður gefur allt í þetta,“ segir Auður Guðmundsdóttir, teymisstjóri skjávers hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Blaðamaður sest niður með henni og fjórum öðrum hjúkrunarfræðingum, allt konum, sem hafa fjölbreytta reynslu úr heilbrigðiskerfinu, allt frá sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til bráðamóttökunnar á Landspítala, en hafa nú alfarið fært sig yfir í tæknigeirann. Ástæðurnar eru margs konar en sveigjanlegur og fjölskylduvænni vinnutími, hærri laun og minna álag eru lykilþættir. 

Því fylgir öryggiskennd að vera umkringd hjúkrunarfræðingum en það skýtur örlítið skökku við að vera í fundarherbergi í höfuðstöðvum Helix, velferðarfyrirtækis innan Origo samsteypunnar, í Borgartúni með útsýni yfir hafið og Esjuna en ekki á biðstofu eða í skoðunarherbergi á heilbrigðisstofnun. Þorbjörg …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár