Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Frá því að stríð braust út fyrir botni Miðjarðarhafs í október fyrir ári síðan og fram til loka september höfðu 260 palestínskir ríkisborgarar fengið hér að vera. 86 þeirra komu til landsins af sjálfsdáðum og lögðu fram umsókn um alþjóðlega vernd. Hinir 174 eru fjölskyldumeðlimir fólks sem þegar var statt hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun.

Lítill hluti af þessum hóp, um 20 manns, hitti blaðamenn og ljósmyndara Heimildarinnar á Austurvelli síðastliðinn þriðjudag. Fólkið var þangað komið til þess að segja frá veruleika sínum, fjölskyldumeðlima og vina sem enn eru á Gaza-svæðinu. Að lýsa þeim veruleika að fullu er þó ómögulegt, sagði Asad Kaware.

„Engin orð geta lýst þessu,“ sagði hann. Hingað kom hann ásamt eiginkonu sinni og dóttur fyrir fimm mánuðum, en fyrir áttu þau hér soninn Yazan Kaware og fengu að koma hingað á …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu