Í lok síðasta árs var Majdi A. H. Abdaljawwad örvæntingarfullur þar sem hann sat í örygginu á Íslandi, hræddur um að á hverri stundu bærust skilaboð um að enn annar fjölskyldumeðlimur hans væri dáinn.
Hann talaði við eiginkonu sína, Reem, dæturnar Zainu og Leyan, og soninn Zaid oft á dag í gegnum net og síma. „Zaid segir alltaf: Hjálpaðu mér, hjálpaðu mér. Hér eru sprengjur,“ sagði Majdi við Heimildina. Hann talaði með höndunum og augnaráðinu, ákveðinn í að reyna að koma skilaboðum sínum áleiðis: Gerið þið það, hjálpið mér að koma fjölskyldu minni undan sprengjunum.“
„Gaman að sjá þig!“
Sá Majdi sem blaðamaður hitti í byrjun viku var allt annar. Brosið hafði yfirtekið andlitið þar sem hann hélt í hönd Zaids – íklæddum Spiderman-skóm og bol – við hlið Leyan …
Athugasemdir (1)