Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bókmenntahátíð á Svalbarða – og nokkrir ísbirnir

Stella Soffía Jó­hann­es­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri Al­þjóð­legu bók­mennta­há­tið­ar­inn­ar í Reykja­vík. Hún ferð­ast víða með bók­mennt­um, í ýms­um skiln­ingi, en ný­ver­ið fór hún til Sval­barða, ásamt Jóni Kalm­an og Sig­ríði Hagalín, til að stjórna um­ræð­um með rit­höf­und­un­um. Stella Soffía skrif­ar hér um bók­menntareis­una til Sval­barða; ís­birni, gleði­göngu og rit­höf­unda.

Bókmenntahátíð á Svalbarða – og nokkrir ísbirnir
Lítil byggð „Há fjöll blöstu við, þröngir firðir, lítið undirlendi og svo kúrði þarna lítil byggð af fremur lágreistum en litríkum húsum.

O Wow O Wow (How Wonderful She Is). Þetta lag af nýju plötunni með Nick Cave and the Bad Seeds hljómaði í eyrum mér þegar flugvélin gerði sig líklega til að lenda á flugvellinum á Svalbarða. Einhvern veginn varð einmitt þessi lína úr laginu að leiðarstefi ferðar okkar hjóna þangað fyrstu daga síðastliðins septembermánaðar því þar er margt til að hrífast af og taka andköf yfir. Ferðinni var heitið á Longyearbyen litteraturfestival, á nyrstu bókmenntahátíð heims, þangað sem mér var boðið frá Íslandi til þess að segja frá íslenskum bókmenntum og stjórna dagskrá með rithöfundunum Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Jóni Kalman Stefánssyni.

Heimsins nyrsta …

Svalbarði er eyjaklasi sem að flatarmáli samsvarar um 60% af stærð Íslands en stærsta eyjan er kölluð Spitzbergen („oddhvöss fjöll“) því hollenska landkönnuðinum Willem Barentsz, sem kom eyjunum á kortið, fannst það sérlega lýsandi. Það er óhjákvæmilegt að taka undir með Bartentsz, þarna eru …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár