Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“

Svandís Svavars­dótt­ir tel­ur að þörf sé á að sterk vinstri rödd heyr­ist á Al­þingi og treyst­ir sér til þess að hafa þá rödd VG sterka. Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi pakk­að sterk­um vinstri­mál­um sam­an og að í því fel­ist sókn­ar­færi fyr­ir VG. Svandís tel­ur stærstu áskor­an­ir sam­tím­ans ekki þannig vaxn­ar að kapí­tal­ism­inn sé svar­ið – ef fjár­magn sé eina hreyfiafl­ið í sam­fé­lag­inu sé­um við ekki á réttri leið.

Sér sóknarfæri fyrir „alvöru vinstri rödd“

Svandís Svavarsdóttir verður kjörin formaður Vinstri grænna eftir rúma viku, nema eitthvað óvænt komi upp, en hún hefur boðið fram krafta sína til embættisins. Í viðtali við Heimildina ræðir hún auk annars ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu og erindi Vinstri grænna í íslenskum stjórnmálum. 

Blaðamaður hitti Svandísi í innviðaráðuneytinu á miðvikudag og hóf á að spyrja hana út í tillögu um stjórnarslit sem tekin verður fyrir á landsfundi VG sem fram fer um aðra helgi, 4.–6. október. Að henni standa níu einstaklingar úr grasrót Vinstri grænna sem telja að kominn sé tími á að stíga frá samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig vill Svandís að landsfundurinn meðhöndli þessa tillögu?

„Mér finnst mjög mikilvægt að við ræðum samstarfið, að því leytinu til teldi ég skrítið ef það væri ekki nákvæmlega svona tillaga í farvatninu. Ég sé það líka á landsfundardagskránni að það er gert ráð fyrir klukkutíma umræðu um ríkisstjórnarsamstarfið og stjórn VG hefur tekið …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Þvílík hræsni! VG búið að hjálpa til að leggja þjóðfélagið í rúst!!!
    0
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Hélt hún væri búin að brenna allar brýr að baki með arfaslakri frammistöðu í bæði heilbrigðis- og matvælaráðuneytinu, ætti fyrir löngu síðan að vera búinn að segja af sér og slíta stjórnarsamstarfi.
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Þetta er skemmdur flokkur og á að leggja niður. Strax!
    1
  • Þór Saari skrifaði
    Algert froðusnakksviðtal frá upphafi til enda. Úff! Atkvæðir greit VG er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokki og stöðnun.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    VG hefur aldrei átt neitt erindi í íslenska pólitík !
    Svik og prettir ! Núna er spurningin hvers vegna ?
    -1
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Gripið í rassinn… allt, allt of seint, a.m.k. að mínu mati.

    Aldrei Vg!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár