Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Lögreglan óskar eftir myndefni frá Krýsuvíkurvegi vegna andláts stúlkunnar

Lög­regl­an biðl­ar til veg­far­enda sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Vall­ar­hverf­is og Vig­dís­ar­valla­veg­ar, á sunnu­dag eft­ir há­deg­is­bil á sunnu­dag að at­huga hvort þeir eiga mynd­efni í sín­um fór­um og þá senda það til lög­reglu.

Lögreglan óskar eftir myndefni frá Krýsuvíkurvegi vegna andláts stúlkunnar
Mynd úr safni og tengist umfjöllunarefni ekki beint Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á leitar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, síðastliðinn sunnudag á milli kl. 13 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu vegna rannsóknar á andláti 10 ára stúlku en faðir hennar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

„Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Stúlkan fannst látin í hrauni gegn Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, var handtekinn eftir að hann hafði sjálfur samband við lögreglu. 

Hann hefur einn stöðu sakbornings við rannsókn málsins en háværar sögusagnir hafa verið í gangi í samfélaginu um annað. 

Lögregla hefur beint því til fólks að hafa samband ef það hefur eitthvað í höndunum sem gæti komið að notum við rannsókn málsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár