Heimildin fékk tvo almannatengla með bakgrunn í stjórnmálastarfi hvor sínum megin við miðjuna til þess að leggja mat á stöðu Sjálfstæðisflokksins í ljósi afleitra fylgismælinga og sóknar Miðflokksins.
Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta, kveðst telja að flokkurinn sé líklega að taka ranga hægri beygju. „Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að elta Miðflokkinn og reyna að yfirtrompa hann í útlendingamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Andrés og bendir á að þegar flokkar reyni að verða sá flokkur sem sé að taka af þeim mest fylgi þá stundina leiði það einmitt til þess að flokkurinn tapi enn meira fylgi.
„Gott dæmi er Samfylkingin fyrir nokkrum árum sem reyndi að yfirtrompa þá flokka sem voru að stela af henni fylgi. Það er líka hægt að benda á sænska Sjálfstæðisflokkinn, Moderatarna, sem fór að elta Svíþjóðardemókratana og tala um sömu mál og þeir. Það leiddi til enn meira …
Athugasemdir (2)