Gulnuð haustblöð þöktu jörðina þegar norski bókaútgefandinn William Nygaard, einn þekktasti útgefandi Norðurlanda, steig út í daginn árið 1993 og gekk að bíl sínum. Þá veitti hann því athygli að dekk var sprungið og sökum tímaskorts afréð hann að hringja á leigubíl frekar en skipta um dekk. Á þessum tíma voru fáir með farsíma en William var með einn slíkan tengdan við rafmagn í bílnum. En hann náði aðeins að slá inn fyrstu tvær tölurnar áður en hann fann þungt högg í bakið. Í fyrstu hélt William að hann hefði fengið rafmagnsstraum.
„Það var líkt og líkaminn hefði misst máttinn. Ég heyrði ekkert skothljóð,“ var vitnað í hann í greininni Drápstilræðið sem skók Noreg – en hún birtist þann 22. janúar árið 2022 á vef norska ríkisútvarpsins. Ítarleg fréttaskýring sem fór í saumana á máli hans sem enn þann dag í dag er óleyst. En William hafði, þegar …
Athugasemdir