Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Skattadrottningin þakklát skattakónginum fyrir söluna

Skattakóng­ur­inn Sig­ur­jón Ósk­ars­son ákvað að selja ríf­lega fimm­tugt fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið þeg­ar kvót­inn dugði ekki leng­ur til þess að hafa fólk í vinnu allt ár­ið. Dótt­ir hans, skatta­drottn­ing­in Þóra Hrönn Sig­ur­jóns­dótt­ir, er þakk­lát föð­ur sín­um fyr­ir að hafa ákveð­ið að selja, því það gef­ur henni færi á að helga sig al­veg rekstri heilsu­gæslu í Gamb­íu. Sam­tals fékk Ós-fjöl­skyld­an 13,5 millj­arða í fjár­magn­s­tekj­ur á síð­asta ári og greiddu þau um þrjá millj­arða í skatt af þeim tekj­um.

Skattadrottningin þakklát skattakónginum fyrir söluna
22. maí 1986 Sigurjón Óskarsson ásamt börnum sínum að vinna að aflanum. Frá vinstri: Gylfi Sigurjónsson, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, Sigurjón Óskarsson og Viðar Sigurjónsson. Mynd: Sigurgeir Jónasson

Getur maður ekki bara verið hreykinn af því?“ spyr Sigurjón Óskarsson skattakóngur – og margfaldur aflakóngur – blaðamann þegar honum er tjáð að hann hafi fengið þessa nýju umdeildu nafnbót. Milljónirnar 1.222 sem skattkerfið tók við af honum vegna sölunnar á útgerðarfélaginu Ósi virðast ekki trufla hann. „Ég vorkenni mér bara ekkert að borga þetta.“

Foreldrar Sigurjóns,Óskar Matthíasson og Þóra Sigurjónsdóttir, stofnuðu fyrirtækið fyrir rúmlega hálfri öld ásamt Sigurjóni, eiginkonu hans, Sigurlaugu Alfreðsdóttur og bróður Sigurjóns, Matthíasi Óskarssyni. 

Sigurjón fór fyrst á sjó 14 ára gamall og var á sjó þar til hann varð fimmtugur. Greyptar í minnið frá þeim tíma eru minningar af lífsbjörg. 

„Við björguðum fjórum skipshöfnum í sjávarháska, í eitt skiptið var það bróðir minn sem við björguðum við erfiðar aðstæður. Við björguðum ekki bara honum heldur líka skipshöfninni hans,“ segir Sigurjón og vísar til þess þegar áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur, skipinu sem Sigurjón stýrði, bjargaði áhöfn …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár