Getur maður ekki bara verið hreykinn af því?“ spyr Sigurjón Óskarsson skattakóngur – og margfaldur aflakóngur – blaðamann þegar honum er tjáð að hann hafi fengið þessa nýju umdeildu nafnbót. Milljónirnar 1.222 sem skattkerfið tók við af honum vegna sölunnar á útgerðarfélaginu Ósi virðast ekki trufla hann. „Ég vorkenni mér bara ekkert að borga þetta.“
Foreldrar Sigurjóns,Óskar Matthíasson og Þóra Sigurjónsdóttir, stofnuðu fyrirtækið fyrir rúmlega hálfri öld ásamt Sigurjóni, eiginkonu hans, Sigurlaugu Alfreðsdóttur og bróður Sigurjóns, Matthíasi Óskarssyni.
Sigurjón fór fyrst á sjó 14 ára gamall og var á sjó þar til hann varð fimmtugur. Greyptar í minnið frá þeim tíma eru minningar af lífsbjörg.
„Við björguðum fjórum skipshöfnum í sjávarháska, í eitt skiptið var það bróðir minn sem við björguðum við erfiðar aðstæður. Við björguðum ekki bara honum heldur líka skipshöfninni hans,“ segir Sigurjón og vísar til þess þegar áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur, skipinu sem Sigurjón stýrði, bjargaði áhöfn …
Athugasemdir