Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Ég er stoltur af öllum sköttum sem ég borga“

Guð­mund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og for­stjóri Kerec­is, sem var selt á síð­asta ári, borg­ar hærri skatta en marg­ir sem voru tekju­hærri. Hann seg­ir mik­il­vægt að Ísa­fjörð­ur haldi áfram að dafna.

„Ég er stoltur af öllum sköttum sem ég borga“
Guðmundur Fertram Sigurjónsson Forstjóri Kerecis segir ungt fólk vilja flytja til Ísafjarðar vegna atvinnutækifæra og nálægðarinnar við náttúru.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri líftæknifyrirtækisins Kerecis, er í 12. sæti hátekjulista Heimildarinnar 2023.

Guðmundur var með tæpar 75 milljónir í tekjur á mánuði og var þar að auki með rúmar 80 milljónir króna í fjármagnstekjur. Kerecis var í fyrra selt til danska stórfyrirtækisins Coloplast á rúmlega 175 milljarða króna en Guðmundur segir að söluhagnaður sinn komi ekki allur fram í tölunum.

„Ég er stoltur af öllum sköttum sem ég borga og þeim verðmætum sem Kerecis hefur skapað fyrir starfsmenn, fjárfesta og aðra sem að koma,“ segir hann.

Þrátt fyrir að vera í 12. sæti yfir tekjuhæstu skattgreiðendurna er Guðmundur í 7. sæti yfir hæstu greiddu skattana. Útskýrist það af því að stærstur hluti tekna hans voru launatekjur sem eru skattlagðar á töluvert hærra hlutfalli en fjármagnstekjur. Raunar eru margir ofarlega á hátekjulistanum sem greiða lítið í útsvar til sveitarfélags síns vegna þessa. Guðmundur greiddi hins vegar rúmar 133 …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stórkostlegur maður sem borgar skattana sína, öfugt við marga aðra sem vaða í peningum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár