Jóna Dóra fæddist í Reykjavík á nýársdag 1956. Fyrir áttu foreldrar hennar tvo syni, móðir hennar var heimavinnandi og faðir hennar í iðnnámi og fjölskyldan bjó í braggahverfi í borginni.
Þaðan fluttu þau í árslok 1958 í Smáíbúðahverfið og tveimur árum síðar fæddist yngsta systkinið, lítill bróðir. „Við fluttum í tveggja hæða 90 fermetra raðhús við Tunguveg með ömmu og afa. Á heimilinu ríkti takmarkalaus kærleikur og við systkinin vorum undir verndarvæng heimsins bestu foreldra og móðurömmu okkar og -afa.“
Hún og tveir bræður hennar voru í íþróttum, þeir í bæði handbolta og fótbolta, hún í fótbolta. „Þriðji bróðir minn var mikill tónlistarmaður, þótt hann hafi á endanum reynst sá okkar sem hafði hvað mestan áhuga á íþróttum. Því miður lést þessi bróðir minn í maí eftir langvarandi veikindi, sem var mér óendanlega sárt.“
Hélt hann væri hrokagikkur
Nítján ára gömul fór Jóna Dóra með vinkonum sínum í Val á …
Athugasemdir (2)