Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
Fann á sér að eitthvað illt væri í aðsigi Jóna Dóra Karlsdóttir segir að í febrúar árið 1985 hafi hún fundið fyrir ofsahræðslu í marga daga en ekki náð að tengja það við neitt sérstakt. Mynd: Golli

Jóna Dóra fæddist í Reykjavík á nýársdag 1956. Fyrir áttu foreldrar hennar tvo syni, móðir hennar var heimavinnandi og faðir hennar í iðnnámi og fjölskyldan bjó í braggahverfi í borginni. 

Þaðan fluttu þau í árslok 1958 í Smáíbúðahverfið og tveimur árum síðar fæddist yngsta systkinið, lítill bróðir. „Við fluttum í tveggja hæða 90 fermetra raðhús við Tunguveg með ömmu og afa. Á heimilinu ríkti takmarkalaus kærleikur og við systkinin vorum undir verndarvæng heimsins bestu foreldra og móðurömmu okkar og -afa.“

Hún og tveir bræður hennar voru í íþróttum, þeir í bæði handbolta og fótbolta, hún í fótbolta. „Þriðji bróðir minn var mikill tónlistarmaður, þótt hann hafi á endanum reynst sá okkar sem hafði hvað mestan áhuga á íþróttum. Því miður lést þessi bróðir minn í maí eftir langvarandi veikindi, sem var mér óendanlega sárt.“

Hélt hann væri hrokagikkur

Nítján ára gömul fór Jóna Dóra með vinkonum sínum í Val á …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár