Nýr forseti: Menningarslys eða ný rödd?
Nýr forseti Íslands er með sýn sem er um margt fersk. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Nýr forseti: Menningarslys eða ný rödd?

Þann 1. ág­úst næst­kom­andi verð­ur Halla Tóm­as­dótt­ir form­lega sett í embætti for­seta Ís­lands. Við­brögð­in við kosn­ingu henn­ar bera með sér að hún er um margt með öðru­vísi bak­grunn en for­ver­ar henn­ar. Spurn­ing­in hvort kjör Höllu sé menn­ing­ar­slys eða ný rödd leit­ar á þjóð­ina.

Mikil ógn fylgir því að Bandaríkin séu í stríði við sjálf sig, staðhæfði Halla nýlega í viðtali á CNN, í kjölfar tilræðisins við Trump. Með klút um hálsinn og talaði áreynslulausa amerísku, heimavön eins og við eldhúsborðið.

Ásýnd Íslands – í dag.

En á fullveldisdaginn, í aðdraganda jóla, árið 2015 brá henni þegar hún sá að skorað hafði verið á hana á Facebook að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Það hafði verið mikið frost og þykk snjóbreiða lá yfir öllu höfuðborgarsvæðinu. Um kvöldið tók að hlána og um miðnætti gaf þakið á heimili okkar eftir og vatn rann niður nýveggfóðraðan útvegginn í stofunni. Mér fannst húsið endurspegla mitt innra ástand,skrifar hún í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif. Bókina kveðst hún skrifa til að hvetja lesandann til að virkja hugrekki sitt til góðra verka, fullviss þess að hvert okkar geti haft áhrif til …

Kjósa
96
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
    Halla verður frábær fulltrúi þjóðarinnar. Verum ánægð með úrslitin.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þá veit maður meira um tilvonandi forseta!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár