Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
Barnlaus Ingunn Lára hefur ekki útilokað möguleikann á barneignum en hefur aldrei, hvorki í langtímasambandi né utan þess, fundið löngunina til þess að eignast barn. Mynd: Hörður Sveinsson

Fæðingartíðni hérlendis hefur fallið nánast stöðugt síðastliðinn áratug – hrunið úr 1,9 börnum á konu í 1,59, en miðað er við að hver kona þurfi að eignast 2,1 barn á sínu æviskeiði til þess að viðhalda mannfjöldanum. 

Nýbakaðir foreldrar segja að reynsla þeirra af kerfinu hér á landi hafi orðið til þess að þeir hafa ákveð­ið að bíða með frek­ari barneign­ir, flytja til Skandi­nav­íu fyr­ir næsta barns­burð, eða hætta barneign­um al­gjör­lega. En sumir Íslendingar sjá ekki fyrir sér að eignast börn, alveg án þess að hafa persónulega reynslu af fæðingarorlofskerfinu og umönnunarbilinu. Meginástæðan sem íslenskar konur í þeirri stöðu nefna er einfaldlega sú að þær langar það ekki.

„Tíminn líður, maður verður eldri og aldrei kemur þessi þrá sem margar eldri konur tala stundum um, „bíddu bara þar til þú verður eldri.“ Svo bíður maður og þessi tilfinning er ekki komin,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður. Hún segist ekki hafa …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Hákonarson skrifaði
    Það þarf samfélags breytingu. Samfélagsmiðlar og sjónvörp eru að selja frelsi einstaklings þar sem engin börn eru í myndinni, það þarf að snúa aftur ójöfnuðinum á Íslandi, færa auðinn aftur til fólksins og stytta vinnuvikuna eða vinnustundir á dag. Gefa fólki meiri frítíma til að getað hugsað um börn og/eða sinnt sínum áhugamálum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kerfi sem bregst barnafjölskyldum

Fæðingarorlofssjóður hefur fælingarmátt fyrir íslenska námsmenn erlendis
Þórdís Dröfn Andrésdóttir
AðsentKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Þórdís Dröfn Andrésdóttir

Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð­ur hef­ur fæl­ing­ar­mátt fyr­ir ís­lenska náms­menn er­lend­is

„Það hlýt­ur að vera að fé leki úr sjóðn­um – ekki til nýbak­aðra for­eldra held­ur ein­fald­lega í kerf­ið sjálft,“ skrif­ar Þór­dís Dröfn Andrés­dótt­ir, ný­bök­uð móð­ir sem hef­ur þurft að berj­ast fyr­ir fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­um eft­ir að hún kom heim úr námi.
Klárar hvern einasta veikindadag í meðgönguveikindi
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Klár­ar hvern ein­asta veik­inda­dag í með­göngu­veik­indi

Fyr­ir tæp­um 34 ár­um stóð Sigrún Jóns­dótt­ir í pontu á Al­þingi og krafð­ist þess að ófrísk­ar kon­ur fengju svo­kall­að með­göngu­or­lof við 36. viku með­göngu svo þær þyrftu ekki að ganga á veik­inda­rétt­inn sinn. Nú, 34 ár­um síð­ar, er dótt­ir Sigrún­ar, Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, ein­mitt í þeim spor­um að klára veik­inda­rétt­inn sinn vegna veik­inda á með­göngu. Þeg­ar hún kem­ur aft­ur á vinnu­mark­að eft­ir or­lof mun hún ekki eiga neinn veik­inda­rétt inni.
Lögð inn á spítala eftir bréf frá Fæðingarorlofssjóði
ÚttektKerfi sem bregst barnafjölskyldum

Lögð inn á spít­ala eft­ir bréf frá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði

Ís­lensk­ir for­eldr­ar sem Heim­ild­in hef­ur rætt við segja frá harka­leg­um könt­um á kassa­laga kerfi sem fær þau til að hugsa sig tvisvar um frek­ari barneign­ir. Lækn­ir og bráða­tækn­ir sem eign­uð­ust ný­lega son voru bæði kom­in aft­ur út á vinnu­mark­að þrem­ur mán­uð­um eft­ir barns­burð. Um tíma leit út fyr­ir að móð­ir­in fengi ekki fæð­ing­ar­or­lof.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár