Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
Náttúrufegurð Landmannalaugar eru vinsæll göngustaður á sumrin. Mynd: Golli

Í sumar var tekið upp nýtt fyrirkomulag á bílastæðunum við Landmannalaugar. Farið var að innheimta bílastæðagjöld, en bóka þarf bílastæði fyrir fram sem kostar 450 krónur á álagstíma sem er á milli 8 og 15. 

Spurður út í það hvert tilefni breytinganna væri segir Daníel Freyr Jónsson, svæðissérfræðingur í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun, að mikil vandræði hafi verið á bílastæðinu.

„Stanslausar teppur. Sérstaklega fremst þegar það er komið inn á svæðið. Þar var teppa þar sem bílar voru að leggja meðfram fjallinu og langt út af svæðinu. Þá var kannski bílaröð hátt í kílómetra út af bílastæðinu,“ segir Daníel.

Þetta hafði í för með sér að rútur komust ekki leiðar sinnar. Þá þurfti að bregða á það ráð að kalla til bílstjóra bílanna og biðja þá um að færa þá. „Þeir voru oft einhvers staðar uppi á fjalli. Það var mikil töf í þessu,“ segir hann. Annað vandamál var það hve …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Ég dreg ekki í efa að undanfarin ár hafi ófremdarástand oft og tíðum skapast á bílastæðinu við Landmannalaugar en mér finnst vanta heilan kafla í frásögnina af því hvað varð til þess að Umhverfisstofnun hóf að stýra umferð inn á svæðið. Í upphafi átti nefnilega að leysa vandann á kostnað umhverfisins! – með samþykki Umhverfisstofnunar!

    Fyrir nokkru lagði sveitarstjórn Rangárþings fram áætlanir um gífurlega uppbyggingu innviða fyrir massatúrisma á svæðinu við Landmannalaugar en í þeim fólst meðal annars stórkarlaleg stækkun á bílastæðinu næst laugunum. Umhverfisstofnun lagði blessun sína yfir þessar áætlanir.

    Þegar í ljós kom í fyrra að áætlanir sveitastjórnar Rangárþings stæðust ekki friðlýsingarskilmála Friðlands að Fjallabaki ákvað stjórnin að hefja stækkun bílastæðisins upp á sitt einsdæmi. Þann 13. september 2023 heimilaði stjórnin sjálfri sér að stækka bílastæðið við Námskvísl og stórspilla svæðinu í leiðinni. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið brugðust strax við og kærðu framkvæmdaleyfið samdægurs og tókst þannig að koma í veg fyrir að svæðinu væri raskað. Í janúar síðastliðnum var framkvæmdaleyfið svo fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála enda í fullkomnu ósamræmi við löggjöf á sviði náttúruverndar og umhverfismála. Þá fyrst vaknaði Umhverfisstofnun og tilkynnti að stýra þyrfti umferð inn á svæðið. Vonandi veit það á gott.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu